Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Bayern ekki búið að ná samkomulagi við Fulham
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Bayern München hefur ekki enn náð samkomulagi við Fulham um kaup á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha.

Bayern reyndi að fá Palhinha undir lok síðasta glugga og var hann nálægt því að ganga í raðir félagsins en Fulham fann ekki leikmann í stað hans og varð því ekkert úr skiptunum.

Palhinha framlengdi í kjölfarið samning sinn við Fulham en hann er enn í sigtinu hjá Bayern.

Bayern hefur þó ekki enn náð samkomulagi við enska félagið um kaupverð en Palhinha. Hann var nálægt því að fara fyrir 55 milljónir punda í sumar en verðmiðinn hefur líklega hækkað aðeins síðustu mánuði.

Leikmaðurinn hefur enn mikinn áhuga á að fara til þýska félagsins en þetta kemur fram í grein BILD í dag.

Palhinha kom til Fulham frá Sporting á síðasta ári en enska félagið greiddi aðeins 20 milljónir punda til að tryggja sér þjónustu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner