Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson hló að frétt þar sem fjallað var um ástæðuna fyrir því að hann verður ekki áfram hjá KR.
Kristinn lék í sex tímabil með KR en kvaddi félagið fyrr í þessum mánuði með færslu á samfélagsmiðlum. Gregg Ryder, nýr þjálfari KR, segist hafa rætt við Kidda um mögulegt áframhald en Kiddi hafi ekki getað haldið áfram í KR þar sem æfingatímarnir hentuðu honum ekki.
Gregg vill æfa í hádeginu, það kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Kiddi deildi frétt um málið á Facebook síðu sinni og setti tvo hláturkalla við færsluna sem er opin öllum. Það er hægt að lesa ýmislegt út úr því.
Fótbolti.net hafði samband við Kidda í dag en hann vildi ekki tjá sig um færsluna.
Kristinn lék í sex tímabil með KR en kvaddi félagið fyrr í þessum mánuði með færslu á samfélagsmiðlum. Gregg Ryder, nýr þjálfari KR, segist hafa rætt við Kidda um mögulegt áframhald en Kiddi hafi ekki getað haldið áfram í KR þar sem æfingatímarnir hentuðu honum ekki.
Gregg vill æfa í hádeginu, það kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Kiddi deildi frétt um málið á Facebook síðu sinni og setti tvo hláturkalla við færsluna sem er opin öllum. Það er hægt að lesa ýmislegt út úr því.
Fótbolti.net hafði samband við Kidda í dag en hann vildi ekki tjá sig um færsluna.
Kiddi var í kjölfarið spurður út í sína framtíð.
„Það eru búnar að vera viðræður í gangi í einhvern tíma, það skýrist vonandi á næstu 2-3 vikum hvernig það endar allt saman," sagði bakvörðurinn.
Er meira en eitt félag í myndinni?
„Þetta er aðallega eitt félag sem ég hef rætt við," sagði Kiddi.
Hann hefur verið orðaður við bæði Fram og Breiðablik í haust.
01.11.2023 21:11
Kiddi Jóns yfirgefur KR (Staðfest)
Athugasemdir