Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 20. desember 2024 12:23
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Víkingur mætir Panathinaikos í umspilinu
Mynd: Getty Images
Víkingur mætir Panathinaikos frá Grikklandi í umspili Sambandsdeildarinnar en dregið var í hádeginu.

Með Panathinaikos spilar landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason, fyrrum leikmaður Breiðabliks. Hann mun snúa aftur á Kópavogsvöll. Hörður Björgvin er einnig hjá Panathinaikos en er á meiðslalistanum.

Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Það verður leikið snemma dags í Kópavogi vegna birtuskilyrða en flóðljósin standast ekki kröfur.

Ef Víkingur kemst áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að andstæðingurinn yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín.

Víkingur tryggði sér sæti í umspilinu í gær en liðið gerði þá 1-1 jafntefli gegn LASK frá Linz. Víkingur hefði reyndar komist í umspilið þrátt fyrir tap en liðið náði í átta stig í deildinni sem er hreint frábær árangur.

Víkingar eru sjálfir í flugi á leið til Íslands og munu fá að vita niðurstöðuna þegar þeir lenda á Klakanum rétt fyrir klukkan 14.
12:28
Viðureignirnar í heild sinni:
Víkingur - Panathinaikos
Gent - Real Betis
FCK - Heidenheim
TSC Jagellonia
Celje - APOEL
Molde - Shamrock Rovers
Omonoia - Pafos
Borac - Olimpija

Eyða Breyta
12:22
Víkingur - Panathinaikos
(STAÐFEST)

Sverrir Ingi í Kópavoginn.

Eyða Breyta
12:21
Fyrstu viðureignirnar komnar
Andri Lucas og félagar mæta Real Betis. Erfitt verkefni.

Gent - Real Betis
FCK - Heidenheim

Eyða Breyta
12:20
Haraldur framkvæmdastjóri Víkings fylgist spenntur með
Mynd: UEFA



Eyða Breyta
12:19
Það er byrjað að draga
Ættum að fá fyrstu viðureignirnar upp eftir smástund.

Eyða Breyta
12:15
Loksins að koma að þessu...
Búið að fara yfir fyrkomulagið í drættinum og þá má fara að hræra!

Eyða Breyta
12:12
Víkingar í flugi á meðan dregið er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar eru sjálfir í flugi á leið til Íslands á meðan drættinum stendur en þeir lenda á Klakanum rétt fyrir klukkan 14. Flugu frá menningarborginni Frankfurt.

Eyða Breyta
12:11
Bíðum eftir að hrært verður í skálunum...
Marchetti er að taka á móti góðum gestum og spjalla. Aðeins verið að teygja lopann áður en aðalrétturinn, drátturinn sjálfur, verður borinn á borð.

Eyða Breyta
12:09
Af hverju eru bara tveir andstæðingar mögulegir hjá Víkingi?
Styrkleikaflokkunum er raðað eftir lokastöðu í Sambandsdeildinni. Sem dæmi þá geta liðin í 9.-10. sæti bara mætt liðunum úr 23.-24. sæti. Víkingar geta mætt liðum í 13. og 14. sæti.

Eyða Breyta
12:08
Þessi enduðu í topp átta
Liðin átta sem enduðu í efstu sætum deildarkeppninnar og eru þegar komin áfram í 16-liða úrslitin eru Chelsea, Vitoria Plzen, Fiorentina, Rapid Vín, Djurgarden, Lugano, Legia Varsjá og Cercle Brugge.

Eyða Breyta
12:06
Marchetti er mættur!
Engu til sparað hjá UEFA og sá besti í að draga, Marchetti, er mættur. Glæsilegur að vanda.

Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
12:05
Gætu mætt Alberti í 16-liða úrslitum
Ef Víkingur kemst áfram í 16-liða úrslit er þegar orðið ljóst að andstæðingurinn yrði annað hvort Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, eða Rapid Vín.

Eyða Breyta
12:04
Hvenær verður umspilið?
Víkingar spila heimaleik sinn í umspilinu á Kópavogsvelli fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn viku síðar. Það verður leikið snemma dags í Kópavogi vegna birtuskilyrða en flóðljósin standast ekki kröfur.

Eyða Breyta
12:04
Athöfnin er farin af stað í Sviss
Hér er hægt að horfa á dráttinn í beinni

Eyða Breyta
12:03
Arnar vill frekar Lúbljana
Arnar Gunnlaugsson sagði við Vísi að hann vildi frekar fá Olimpija Lubljana, þar sem möguleikinn á að komast áfram væri betri gegn þeim. En með Panathinaikos spilar landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason. Hörður Björgvin er einnig hjá Panathinaikos en er á meiðslalistanum.

Eyða Breyta
12:00
Enduðu í 19. sæti
Víkingar enduðu í 19. sæti af 36 liðum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en liðin í sætum 9-24 eru með í drættinum í dag. Efstu átta liðin komust beint áfram í 16-liða úrslit og liðin í 25 sæti og neðar eru fallin úr Evrópukeppni.

Eyða Breyta
11:59
Það var alvöru stemning í klefanum eftir leik í gær
   19.12.2024 22:54
Sjáðu fögnuðinn í klefa Víkings - „Ú A EuroVikes!“


Eyða Breyta
11:57
Heil og sæl!
Núna klukkan 12:00 verður dregið í umspil Sambandsdeildarinnar þar sem Víkingur er í pottinum. Dregið verður um hvort Víkingur mætir Olimpija Lubljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi.

Við fylgjumst með í beinni.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner