Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 12:45
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Nielsen farinn í þjálfun
Gunnar Nielsen er fyrrum leikmaður FH.
Gunnar Nielsen er fyrrum leikmaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Nielsen er kominn út í þjálfun en HB í Þórshöfn í Færeyjum hefur tilkynnt að hann sé nýr þjálfari U17 ára liðs félagsins.

Gunnar er fyrrum landsliðsmarkvörður Færeyja en hann gekk í raðir FH árið 2016 eftir að hafa leikið með Stjörnunni tímabilið 2015.

Gunnar varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári með FH en hann lék með liðinu út sumarið 2022.

Hann lagði þá hanskana á hilluna en á ferli sínum lék hann 70 landsleiki. Hann afrekaði það að spila einn leik í ensku úrvalsdeildinni en hann kom af bekknum hjá Manchester City í jafntefli gegn Arsenal 2010.

Hann er nú búinn að taka að sér þjálfun í yngri flokkum HB en hann og Tróndur Jensen, fyrrum leikmaður HB, hafa verið ráðnir þjálfarar U17 liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner