Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   þri 21. janúar 2025 20:29
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði opnar markareikninginn í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Burton
Jón Daði Böðvarsson byrjar vel fyrir enska C-deildarliðið Burton Albion. Hann hefur opnað markareikninginn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið.

Jón Daði gekk í raðir Burton frá Wrexham, sem einnig er í C-deildinni og var í byrjunarliðinu í leik gegn Wigan sem nú er í gangi.

Wigan komst yfir á 31. mínútu en Jón Daði jafnaði af stuttu færi tveimur mínútum síðar. Sam Tickle varði frá Rumarn Burrell en Jón Daði hirti frákastið og skoraði.

Jón Daði kom af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Crawley um síðustu helgi.

Leikurinn er í gangi þegar þessi frétt er skrifuð, staðan er 1-1 og það er að detta í hálfleik. Burton er í neðsta sæti deildarinnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Gary Bowyer, stjóri Burton, lýsti yfir mikilli ánægju með Jón Daða í viðtali við heimasíðu félagsins þegar tilkynnt var um komu hans.

„Ég er algjörlega hæstánægður. Að hafa náð að fá leikmann með þessa reynslu og gæði er hrós á alla hjá félaginu. Við getum ekki beðið eftir því að fá hann út á völlinn því hann á eftir að reynast okkur svo dýrmætur," sagði Bowyer.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 29 21 6 2 51 19 +32 69
2 Wycombe 30 17 9 4 56 31 +25 60
3 Wrexham 30 17 7 6 45 25 +20 58
4 Stockport 32 16 9 7 49 30 +19 57
5 Huddersfield 30 15 7 8 43 27 +16 52
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Leyton Orient 30 15 5 10 46 27 +19 50
7 Charlton Athletic 31 14 8 9 40 30 +10 50
8 Bolton 31 15 5 11 50 48 +2 50
9 Reading 31 14 7 10 46 43 +3 49
10 Barnsley 31 12 7 12 43 43 0 43
11 Blackpool 31 9 14 8 45 44 +1 41
12 Stevenage 30 11 8 11 29 31 -2 41
13 Lincoln City 31 10 10 11 38 38 0 40
14 Rotherham 31 10 8 13 35 37 -2 38
15 Mansfield Town 30 11 5 14 38 41 -3 38
16 Exeter 30 10 5 15 34 46 -12 35
17 Bristol R. 30 10 5 15 32 46 -14 35
18 Wigan 29 9 7 13 27 30 -3 34
19 Northampton 31 8 9 14 29 47 -18 33
20 Peterboro 31 8 7 16 47 58 -11 31
21 Crawley Town 30 7 7 16 34 54 -20 28
22 Shrewsbury 31 7 6 18 33 53 -20 27
23 Burton 31 5 11 15 32 48 -16 26
24 Cambridge United 31 5 8 18 30 56 -26 23
Athugasemdir
banner
banner