Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 21. febrúar 2020 15:22
Elvar Geir Magnússon
Carlos Soler á óskalista Arsenal
Carlos Soler, miðjumaður Valencia, er á óskalista Arsenal fyrir sumarið.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að gera breytingar á leikmannahópi sínum eftir tímabilið.

Soler er 23 ára og gerði nýjan samning við Valencia í desember.

Atletico Madrid hefur einnig áhuga á að fá hann.

Fróðlegt verður að sjá hvaða breytingar verða á leikmannahópi Arsenal eftir tímabilið. Óvíst er talið hvort félagið haldi Aubameyang lengur en í sumar verður ár eftir af samningi hans.

Þá segir Mirror að Alexandre Lacazette vilji spila í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner