Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 13:25
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í Mílanó slagnum: Zlatan mætir Lukaku
Mynd: Getty Images
Það er risaleikur í ítalska boltanum að hefjast klukkan 14 en þá mætast Inter og AC Milan í nágranna-og toppbaráttuslag. Leikurinn verður í beinni útsendingu í Stöð 2 Sport.

Byrjunarliðin eru komin í hús og eru helstu byssur beggja liða klárar í þennan bardaga. Inter er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar, en liðið vann Lazio í síðustu umferð á meðan AC Milan tapaði á útivelli gegn Spezia og missti því toppsætið í fyrsta skiptið í langan tíma.

Antonio Conte, þjálfari Inter, byrjar með Romelu Lukaku og Lautaro Martinez uppi á toppnum og þá er Christian Eriksen áfram í byrjunarliðinu.

Stefano Pioli, þjálfari AC.Milan, stillir upp Zlatan Ibrahimovic frammi en með honum eru þeir Ante Rebic og Hakan Calhanoglu.

Inter Milan: Handanovic; Skriniar, De Vrij, Bastoni; Hakimi, Barella, Brozovic, Eriksen, Perisic; Lautaro Martinez, Lukaku.

Varamenn: Padelli, Radu; Darmian, Kolarov, D'Ambrosio, Ranocchia; Gagliardini, Vecino, Vidal, Young; Pinamonti, Sanchez

AC Milan: G Donnarumma; Calabria, Kjaer, Romagnoli, Theo Hernandez; Tonali, Kessie; Saelemaekers, Calhanoglu, Rebic; Ibrahimovic.

Varamenn: Tatarusanu, A Donnarumma, Dalot, Castillejo, Hauge, Meite, Leao, Kalulu, Brahim Diaz, Tomori, Krunic, Gabbia
Athugasemdir
banner
banner