Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 21. febrúar 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Lee Grant í óvæntu hlutverki hjá Man Utd í kvöld
Lee Grant, þriðji markvörður Manchester United, var í óvæntu hlutverki í kvöld hjá Manchester United.

Hann tók þátt í upphitun markvarðanna, þeirra David de Gea og Dean Henderson fyrir leik en í seinni hálfleik sá hann um að halda á spjaldinu sem tilkynnir hvaða leikmaður kemur inn á og fer út af hjá Manchester United, alla vega þegar Daniel James fór af velli fyrir Juan Mata.

Mynd af Grant að tilkynna skiptinguna má sjá hér að neðan.

Þess má get að Grant er starfandi markmannsþjálfari hjá félaginu. Ætla má að Grant hafi stigið inn í þetta hlutverk þar sem nokkrir úr þjálfarateymi United eru í sóttkví.


Athugasemdir
banner
banner