Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   mið 21. febrúar 2024 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Leikmenn afskrifuðu Moyes áður en hann kom til Man Utd
Mynd: Getty Images

Roy Keane fyrrum leikmaður Man Utd segir að leikmenn liðsins hafi afskrifað David Moyes stjóra liðsins allt of snemma.


Moyes tók við liðinu af Sir Alex Ferguson árið 2013 eftir að sá síðarnefndi hafði náð stórkostlegum árangri með félaginu. Sir Alex ákvað sjálfur að Moyes myndi taka við af honum.

Keane tjáði sig um Moyes í hlaðvarpsþættinum Stick to Football á vegum Sky Bet.

„David Moyes kom til Man Utd og já, standardinn gæti hafa lækkað þar sem frábærir leikmenn yfirgáfu félagið á þessum tíma en leikmennirnir hefðu átt að bera virðingu fyrir stjóranum sem hafði gert vel hjá Everton. Ég skil ekki af hverju þeir afskrifuðu hann áður en hann gekk inn um dyrnar," sagði Keane.

„Moyes getur horft til baka núna og hugsað að hann gat gert ákveðna hluti öðruvísi og kannski var hann að reyna of mikið. En að leikmenn hafi afskrifað hann áður en hann kom er klikkað."

Moyes vann Samfélagsskjöldinn með liðinu en var síðan rekinn níu mánuðum síðar eftir slæmt gengi.


Athugasemdir
banner
banner
banner