Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 21. febrúar 2024 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Luton komið í forystu á Anfield
Nýliðar Luton eru komnir í 1-0 gegn Liverpool á Anfield en það var írski framherjinn Chiedozie Ogbene sem skoraði markið á 12. mínútu leiksins.

Gestirnir spiluðu boltanum á milli sín vinstra megin við teiginn áður en boltinn kom til Tahith Chong, sem lét vaða á markið. Caoimhin Kelleher varði boltann á fjærstöngina þar sem Ogbene stangaði boltann í netið.

Ekki byrjunin sem topplið Liverpool var að vonast eftir en rúmar hálftími er nú búinn af leiknum.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner