Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 21. febrúar 2025 20:59
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Icelandair
Dagný kælir eyrað í leiknum
Dagný kælir eyrað í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fín, fékk skot í eyrað þannig það er kannski ekki gott en ég er fín í hausnum og vonandi góð á morgun,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, sem var að spila sinn fyrsta A-landsleik í tvö ár er Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Dagný var í byrjunarliði íslenska liðsins í kvöld og var á leið af velli þegar hún fékk fast skot í hausinn sem hálfpartinn neyddi þjálfarateymið til að skipta henni af velli.

Hún segir það hafa verið skynsöm ákvörðun að gera skiptingu á þeim tímapunkti.

„Ég held ekki. Það er samt skynsamlegt en ég held að ég hafi verið á leið útaf. Týpískt að ég hafi verið á leið útaf og fæ síðan skot í hausinn.“

„Nei, en oft erfitt með höfuðhögg. Maður veit aldrei hvernig það er strax því það geta komið einhverjir eftirkvillar seinna en vonandi sleppur það. Ég hef oft fengið höfuðhögg og komið vel út úr því,“
sagði Dagný sem segir að liðið eigi að geta gert betur.

Leikurinn bauð ekki upp á mörg opin færi og var markalaust jafntefli sanngjörn niðurstaða.

„Allt í lagi. Hefðum getað haldið betur í hann sóknarlega og testað markvörðinn aðeins betur. Mikið af skotum yfir, hálffærum sem þær náðu að blokka og ekki alveg að geta fundið leikmenn í bestu skotfærunum. Þetta hafðist ekki í dag.“

„Ég held að við eigum alveg smá inni og eigum að geta gert aðeins betur.“


Eins og áður kom fram var Dagný valin í landsliðshópinn í fyrsta sinn í tvö ár. Hún sagði í viðtali við Athletic að hún hafi verið ósátt við að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, hafði ekki tekið upp símann í sjö mánuði og enginn sem hafði samband við West Ham.

Steini útskýrði mál sitt og sagðist ekki óttast það að leikmenn gagnrýni hann enda væri það hluti af starfinu. Hann valdi hana síðan í þetta verkefnið og setti hana beint í byrjunarliðið.

„Já, ég viðurkenni að það kom mér á óvart en þakklát fyrir traustið og tækifærið að koma aftur inn í hópinn,“ sagði Dagný enn fremur, en hún talar um endurkomuna, veruna hjá West Ham og margt fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner