Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fös 21. febrúar 2025 20:59
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Kvenaboltinn Icelandair
Dagný kælir eyrað í leiknum
Dagný kælir eyrað í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fín, fékk skot í eyrað þannig það er kannski ekki gott en ég er fín í hausnum og vonandi góð á morgun,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, sem var að spila sinn fyrsta A-landsleik í tvö ár er Ísland gerði markalaust jafntefli við Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Dagný var í byrjunarliði íslenska liðsins í kvöld og var á leið af velli þegar hún fékk fast skot í hausinn sem hálfpartinn neyddi þjálfarateymið til að skipta henni af velli.

Hún segir það hafa verið skynsöm ákvörðun að gera skiptingu á þeim tímapunkti.

„Ég held ekki. Það er samt skynsamlegt en ég held að ég hafi verið á leið útaf. Týpískt að ég hafi verið á leið útaf og fæ síðan skot í hausinn.“

„Nei, en oft erfitt með höfuðhögg. Maður veit aldrei hvernig það er strax því það geta komið einhverjir eftirkvillar seinna en vonandi sleppur það. Ég hef oft fengið höfuðhögg og komið vel út úr því,“
sagði Dagný sem segir að liðið eigi að geta gert betur.

Leikurinn bauð ekki upp á mörg opin færi og var markalaust jafntefli sanngjörn niðurstaða.

„Allt í lagi. Hefðum getað haldið betur í hann sóknarlega og testað markvörðinn aðeins betur. Mikið af skotum yfir, hálffærum sem þær náðu að blokka og ekki alveg að geta fundið leikmenn í bestu skotfærunum. Þetta hafðist ekki í dag.“

„Ég held að við eigum alveg smá inni og eigum að geta gert aðeins betur.“


Eins og áður kom fram var Dagný valin í landsliðshópinn í fyrsta sinn í tvö ár. Hún sagði í viðtali við Athletic að hún hafi verið ósátt við að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, hafði ekki tekið upp símann í sjö mánuði og enginn sem hafði samband við West Ham.

Steini útskýrði mál sitt og sagðist ekki óttast það að leikmenn gagnrýni hann enda væri það hluti af starfinu. Hann valdi hana síðan í þetta verkefnið og setti hana beint í byrjunarliðið.

„Já, ég viðurkenni að það kom mér á óvart en þakklát fyrir traustið og tækifærið að koma aftur inn í hópinn,“ sagði Dagný enn fremur, en hún talar um endurkomuna, veruna hjá West Ham og margt fleira í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner