Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fös 21. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Icelandair
Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Glódís Perla á æfingu Íslands í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Lia Wälti í leik með Arsenal í vetur. Hún mætir Íslandi með Sviss í kvöld og Glódís Perla segir hana eina bestu sexu í heimi.
Mynd: EPA
,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
,,Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera fínt. Við erum búnar að æfa hérna í þrjá daga og taka undirbúninginn," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsiðsins í Zurich í gær en framundan er leikur við Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram klukkan 18:00 í kvöld.

Glódís Perla ræddi við Fótbolta.net á keppnisvellinum Stadion Letzigrund í Zurich þar sem lokaæfingin fór fram en fram að því höfðu þær æft á gervigrasi.

„Ég er spennt að æfa loksins á grasi og taka síðasta undirbúninginn fyrir leikinn," sagði Glódís Perla.

„Gervigras er ekki uppáhaldið mitt, ég er orðin vön grasi úti en auðvitað ólumst við flestar upp við að vera mikið á gervigrasi. Það eru allir vellir grasvellir í Þýskalandi. Mér sýnist völlurinn hér í toppstandi svo þetta verður frábært á morgun."

Leikur við Sviss á morgun, þekkirðu mikið til liðsins?

„Já ég þekki einhverja leikmenn. Það eru nokkrar í Bundesligunni og svo eru þær með leikmenn í flottum liðum. Þær eru með hörkulið en liðið er aðeins breytt síðan við spiluðum við þær síðast, þá vantaði marga leikmenn. Við getum því ekki horft í þann leik. Þær eru að undirbúa sig fyrir Þjóðadeildina og EM á heimavelli í sumar hjá þeim og ljóst að þær ætla að sýna hvað þær geta."

„Ég held þetta verði jafn leikur. Þær hafa verið að þróa sinn leik með boltann og eins og við vilja þær halda meira í hann. Þær geta farið direct og spilað líka. Þær eru með leikmenn í flottum liðum og sexan þeirra, Lia Wälti er ein besta sexa í heimi. Þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur og við verðum að eiga virkilega góðan leik á móti þeim. Ég hef fulla trú á að við getum spilað okkar leik á móti þeim."

Nánar er rætt við Glódísi í spilaranum að ofan. Hún átti frábært ár, var tilnefnd í Ballon d'Or í fyrra, vann þýsku deildina og var valin Íþróttamaður ársins. Aðspurð hvort hægt sé að toppa það ár núna sagði hún?

„Já það er alltaf hægt að gera það, ég vil alltaf bæta mig og ég vil ná lengra. Við erum með stór markmið í Bayern á þessu ári og ætlum áfram. Okkur langar í undanúrslit og úrslit í Meistaradeildinni og svo er EM í sumar og við viljum halda áfram að bæta okkur sem lið. Það er mikið sem gerist á þessu ári og margt sem bæði og ég bæði liðin getum bætt okkur í."
Athugasemdir
banner
banner
banner