Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fös 21. febrúar 2025 00:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkings R. svaraði spurningum eftir að lærlingar hans töpuðu naumlega gegn Panathinaikos í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar.

Víkingar voru grátlega nálægt því að komast í 16-liða úrslit keppninnar en Sölvi Geir segist fyrst og fremst vera stoltur eftir tvo frábæra leiki við grískt stórveldi.

„Ég er virkilega stoltur af liðinu fyrir hvernig þeir spiluðu þessa tvo leiki við risaklúbb eins og Panathinaikos. Ég er stoltur af því hvernig þeir lögðu allt í sölurnar og voru tilbúnir að slást fyrir hvorn annan, fókusinum sem þeir sýndu í gegnum þetta allt komandi úr undirbúningstímabili og hvernig þeir eru búnir að vera með allt upp á 10 í gegnum þetta mót," sagði Sölvi.

„Panathinaikos skapaði enga stóra sénsa í þessum leik. Fyrsta markið var bara eitthvað draumamark þar sem hann slengdi honum með verri fæti og boltinn endaði undir samskeytinni. Það þurfti eitthvað svoleiðis mark til þess að brjóta okkur í þessum leik af því að við stoppuðum allar þeirra sóknir og vorum þéttir fyrir."

Það er ekki auðvelt að spila svona erfiðan keppnisleik á miðju undirbúningstímabili og segist Sölvi hafa séð skýr þreytumerki á sínum mönnum þegar tók að líða á seinni hálfleikinn. Þá var hann einnig óhress með eitt atvik þar sem slóvenski dómari leiksins flautaði alltof snemma þegar Valdimar Þór Ingimundarson var sloppinn einn í gegn, í stað þess að beita hagnaðarreglunni.

„Tankurinn kláraðist dálítið hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik. Menn voru alveg búnir að hlaupa úr sér lungun og við áttum ekki mikla krafta eftir en tækifærin voru til staðar, sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Mér finnst rosalega svekkjandi að dómarinn hafi dæmt þegar Valdimar var að sleppa í gegn. Þetta var risaatvik og hefði gefið okkur aukakraft ef hann hefði farið vel með færið.

„Þetta er hundfúlt en það er eðlilegt. Þegar þú tapar í hverju sem er þá ertu fúll og þannig á það að vera. Þetta á að svíða akkúrat núna. Ég held að þegar við erum búnir að melta þetta aðeins getum við litið til baka og verið virkilega stoltir af frammistöðunni. Ég veit að Víkingssamfélagið er mjög stolt af strákunum."

Athugasemdir
banner
banner