Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
banner
   fös 21. febrúar 2025 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera smá svalt en alltaf logn hérna og þægilegt. Þetta er búið að vera ljúft," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands í Zurich í gær en þar hefur íslenska liðið æft í vikunni fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

„Það eru allar heilar og klárar eins og staðan er fyrir þessa æfingu svo það lítur vel út eins og er," bætti hann við.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni þetta árið og aðspurður hvernig hann ætli að fara inn í leikinn sagði Þorsteinn.

„Við komum til með að pressa þegar við höfum möguleika á því og þreifa fyrir okkur hvar opnanirnar eru hjá þeim sóknarlega. Varnarlega þurfum við bara að vera tilbúin í ýmsa hluti," sagði hann.

„Þær hafa verið að spila með þriggja hafsenta kerfi núna í haust og í Þjóðadeildinni spiluðu þær með fjögurra manna línu. Það er smá óvissa þar gagnvart þeim en við erum búin að undirbúa okkur undir bæði og fara yfir bæði kerfin hjá þeim. Heilt yfir er þetta keimlíkt hverju þær leita eftir. Þær reyna að spila í gegnum miðjuna og spila langt á bakvið línu."

Er íslenska liðið að fara að stjórna leiknum?
„Nei ekkert endilega, ég á von á jöfnum leik. Þær eru góðar á boltann, þær vilja halda í boltann vilja spila í gegnum miðsvæðið og vera með boltann. Það er ekkert endilega hlutir sem við spáum í, hvort við viljum stjórna, eða vera meira með boltann eða ekki. Þetta snýst um hvað við gerum við boltann þegar við erum með hann. Við erum búin að vera að fara í það."

Býstu við að breyta um leikkerfi ef þær verða með þriggja manna vörn?
„Nei, þá erum við aðeins að breyta til. Við erum undirbúin undir bæði og hvernig við komum til með að spila sóknarlega í grunninn. Varnarleikurinn verður svipaður þó þær séu með þriggja hafsenta kerfi þó það sé aðeins öðruvísi og smá tilfærslur. Við erum ekki að fara að breyta um taktík."
Athugasemdir
banner