Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fös 21. febrúar 2025 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera smá svalt en alltaf logn hérna og þægilegt. Þetta er búið að vera ljúft," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands í Zurich í gær en þar hefur íslenska liðið æft í vikunni fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

„Það eru allar heilar og klárar eins og staðan er fyrir þessa æfingu svo það lítur vel út eins og er," bætti hann við.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni þetta árið og aðspurður hvernig hann ætli að fara inn í leikinn sagði Þorsteinn.

„Við komum til með að pressa þegar við höfum möguleika á því og þreifa fyrir okkur hvar opnanirnar eru hjá þeim sóknarlega. Varnarlega þurfum við bara að vera tilbúin í ýmsa hluti," sagði hann.

„Þær hafa verið að spila með þriggja hafsenta kerfi núna í haust og í Þjóðadeildinni spiluðu þær með fjögurra manna línu. Það er smá óvissa þar gagnvart þeim en við erum búin að undirbúa okkur undir bæði og fara yfir bæði kerfin hjá þeim. Heilt yfir er þetta keimlíkt hverju þær leita eftir. Þær reyna að spila í gegnum miðjuna og spila langt á bakvið línu."

Er íslenska liðið að fara að stjórna leiknum?
„Nei ekkert endilega, ég á von á jöfnum leik. Þær eru góðar á boltann, þær vilja halda í boltann vilja spila í gegnum miðsvæðið og vera með boltann. Það er ekkert endilega hlutir sem við spáum í, hvort við viljum stjórna, eða vera meira með boltann eða ekki. Þetta snýst um hvað við gerum við boltann þegar við erum með hann. Við erum búin að vera að fara í það."

Býstu við að breyta um leikkerfi ef þær verða með þriggja manna vörn?
„Nei, þá erum við aðeins að breyta til. Við erum undirbúin undir bæði og hvernig við komum til með að spila sóknarlega í grunninn. Varnarleikurinn verður svipaður þó þær séu með þriggja hafsenta kerfi þó það sé aðeins öðruvísi og smá tilfærslur. Við erum ekki að fara að breyta um taktík."
Athugasemdir
banner
banner