Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fös 21. febrúar 2025 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Kvenaboltinn Icelandair
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Þorsteinn á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Þorsteinn fer yfir málin með Glódísi Perlu fyrirliða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er búið að vera smá svalt en alltaf logn hérna og þægilegt. Þetta er búið að vera ljúft," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands í Zurich í gær en þar hefur íslenska liðið æft í vikunni fyrir leik gegn Sviss í Þjóðadeild kvenna í kvöld.

„Það eru allar heilar og klárar eins og staðan er fyrir þessa æfingu svo það lítur vel út eins og er," bætti hann við.

Þetta er fyrsti leikur liðsins í Þjóðadeildinni þetta árið og aðspurður hvernig hann ætli að fara inn í leikinn sagði Þorsteinn.

„Við komum til með að pressa þegar við höfum möguleika á því og þreifa fyrir okkur hvar opnanirnar eru hjá þeim sóknarlega. Varnarlega þurfum við bara að vera tilbúin í ýmsa hluti," sagði hann.

„Þær hafa verið að spila með þriggja hafsenta kerfi núna í haust og í Þjóðadeildinni spiluðu þær með fjögurra manna línu. Það er smá óvissa þar gagnvart þeim en við erum búin að undirbúa okkur undir bæði og fara yfir bæði kerfin hjá þeim. Heilt yfir er þetta keimlíkt hverju þær leita eftir. Þær reyna að spila í gegnum miðjuna og spila langt á bakvið línu."

Er íslenska liðið að fara að stjórna leiknum?
„Nei ekkert endilega, ég á von á jöfnum leik. Þær eru góðar á boltann, þær vilja halda í boltann vilja spila í gegnum miðsvæðið og vera með boltann. Það er ekkert endilega hlutir sem við spáum í, hvort við viljum stjórna, eða vera meira með boltann eða ekki. Þetta snýst um hvað við gerum við boltann þegar við erum með hann. Við erum búin að vera að fara í það."

Býstu við að breyta um leikkerfi ef þær verða með þriggja manna vörn?
„Nei, þá erum við aðeins að breyta til. Við erum undirbúin undir bæði og hvernig við komum til með að spila sóknarlega í grunninn. Varnarleikurinn verður svipaður þó þær séu með þriggja hafsenta kerfi þó það sé aðeins öðruvísi og smá tilfærslur. Við erum ekki að fara að breyta um taktík."
Athugasemdir
banner