Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
   fös 21. febrúar 2025 20:47
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Kvenaboltinn Icelandair
Sveindís svekkt í Sviss í kvöld.
Sveindís svekkt í Sviss í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vildum taka öll þrjú stigin. Stig á útivelli er ekkert svo slæmt en við vildum vinna þennan leik," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir leikmaður Íslands eftir markalaust jafntefli við Sviss í Zurich í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

„Mér fannst við ekki gera nógu vel með boltann, við vörðumst ágætlega og þær fengu ekki mikið af færum. Mér fannst við þurfa að nýta okkar færi betur og koma okkur í aðeins betri góð færi. Heilt yfir var þetta allt í lagi leikur."

Þú varst aðeins að svekkja þig á að ná ekki að koma boltanum inn sjálf?

„Já, ég fékk eitt gott færi þar sem ég hefði átt að skjóta betur, og allavega að hitta rammann. Svona er þetta í dag, 0-0, við tökum stig á útivelli en viljum auðvitað þrjú."

Var erfitt að spila á móti þeim?

„Þetta var erfiður leikur, Sviss er með hörkulið og þetta er erfiður útivöllur.

Tékkneski dómarinn skipaði Sveindísi að yfirgefa völlinn þegar hún var að taka innkast en í aðdragandanum hafði hún lent í samstuði við leikmann Sviss. Hún þurfti því að bíða með að koma inná eftir að boltinn var kominn í leik.

„Ég hélt maður þyrfti bara að fara af velli ef maður þyrfti aðstoð en, ég átti að fá að taka innkastið en hún ákvað þetta, sagði mér að vera útaf. Hún hélt ég hafi fengið aðstoð en hún hefði getað talað við aðstoðardómarann eða eitthvað því ég fékk enga aðstoð. Ég er í lagi, hún skallaði mig og meiddi sig örugglega aðeins meira."
Athugasemdir
banner
banner