Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. mars 2021 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lífið gott hjá Iheanacho - „Get ekki lýst þessari tilfinningu"
Iheanacho er að nýta þau tækifæri sem hann er að fá.
Iheanacho er að nýta þau tækifæri sem hann er að fá.
Mynd: Getty Images
„Ég get eiginlega ekki lýst þessari tilfinningu. Mér líður frábærlega og það er mikil ánægja í leikmannahópnum," sagði Kelechi Iheanacho, sóknarmaður Leicester, eftir 3-1 sigur gegn Manchester United í átta-liða úrslitum enska bikarsins.

Iheanacho skoraði tvennu í leiknum en hann hefur verið að stíga mjög vel upp að undanförnu.

„Við erum í undanúrslitum bikarsins í fyrsta sinn í næstum því 40 ár og við erum ánægðir. Við einbeitum okkur að næsta leik og vonandi komumst við í úrslitaleikinn."

„Við lögðum mikið á okkur á æfingum til að vera tilbúnir í þennan leik. Taktískt lögðum við á okkur mikla vinnu. Við vorum tilbúnir í slaginn; við sendum boltann mjög vel, komumst í réttu svæðin og skoruðum mörkin."

„Ég er að njóta þess að spila fótbolta, ég þarf að vera einbeittur og halda áfram. Ég er að nýta tækifærið. Ég verð bara að halda áfram að leggja mikið á mig á hverjum degi og vonandi get ég haldið áfram að fá tækifæri."

Iheanacho sagðist jafnframt njóta þess að spila fremst á vellinum með Jamie Vardy. Það gengur örlítið betur hjá Iheanacho akkúrat núna að koma boltanum í netið en þeir eru flottir saman í fremstu víglínu.
Athugasemdir
banner