Arsenal hefur staðfest að hægri bakvörðurinn Takehiro Tomiyasu verði frá út tímabilið vegna meiðsla í hné.
Tomiyasu meiddist i hné þegar hann rann í leik liðsins gegn Sporting þegar Lundúnarliðið féll úr leik í Evrópudeildinni.
Arsenal staðfestir að hann hafi gengist undir aðgerð í dag og verði frá út tímabilið.
William Saliba meiddist einnig í leiknum gegn Sporting og mun missa af landsleikjum Frakka en meiðslin eru ekki talin alvarleg.
Þessi 24 ára gamli Japani hefur verið í aukahlutverki á þessari leiktíð en Ben White hefur spilað hægri bakvarðarstöðuna. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 8 stiga forskot þegar 10 umferðir eru eftir.
Athugasemdir