Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Yrði gapandi hissa ef KA verður í titilbaráttu í ár"
Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson.
Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þeir Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson, sem hafa verið sérfræðingar í kringum efstu deild karla undanfarin ár, fóru yfir málin í hlaðvarpsþættinum Enn einn fótboltaþátturinn. Rætt var um liðin í Bestu deildinni og var m.a. rætt um KA sem endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrra.

„Ég fullyrði að KA menn eiga ekki séns á því að verða Íslandsmeistarar," sagði Máni.

„Ég yrði gapandi hissa ef KA verður í titilbaráttu í ár og verða nær því að verða meistarar í ár heldur en liðið var í fyrra. Ég hef ekki trú á því," sagði Atli Viðar.

„Mér finnst hópurinn þeirra ágætlega samsettur, auðvitað er þetta kjarni sem er búinn að vera dálítið lengi. En þessir yngri menn sem tóku mjög skemmtileg skref í fyrra: Danni Hafsteins, Sveinn Margeir, Þorri Mar og fleiri. Þeir þurfa eiginlega að taka annað stórt skref fram á við ef KA ætlar að eiga einhvern möguleika á því að fylgja eftir tímabilinu í fyrra með svipuðum árangri," bætti Atli við.

„Góður árangur fyrir KA á þessu ári yrði að halda Evrópusæti," sagði Máni og Atli tók undir, sagði að það yrði frábær árangur.

„Þeir eru búnir að styrkja sig fram á við með Harley Willard og Pætur. Þeir eru með væntingar til þess að hann taki að einhverju leyti að sér hlutverkið hjá Nökkva. Ég held að þeir hafi gert ágætlega að hrista upp í framlínunni," sagði Atli.

„Það má ekki gleyma því að þeir eru að missa sautján marka mann [Nökkva Þey Þórisson], það er ekkert grín að 'repleisa' sautján marka mann," sagði Máni.

„Það er útilokað að fá inn mann sem fyllir beint í það skarð. Það segir sig sjálft að það er mikið áfall fyrir þá að missa leikmann af því kalíberi. Svo líka var Arnar Grétarsson risastór faktor í þessu liði. Hans hugmyndafræði skein svo skýrt í gegn með þetta lið. Mér finnst þetta tveir risa faktorar sem farnir eru úr KA frá því í fyrra og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir fylgja eftir," sagði Atli.

Sjá einnig:
Hallgrímur segir umræðuna sérstaka - „Aldrei minnst á KA"


Athugasemdir
banner
banner
banner