Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 21. apríl 2021 09:00
Magnús Már Einarsson
Verður ensku félögunum sex refsað?
Í gær var tilkynnt að ensku liðin Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham hafi hætt við að taka þátt í fyrirhugaðri Ofurdeild eftir mikla gagnrýni.

Möguleiki er á að þessi sex félög fái nú refsingu frá ensku úrvalsdeildinni.

Samkvæmt reglum ensku úrvlasdeildarinnar þarf að vera skriflegt leyfi frá stjórn deildarinnar ef félög ætla að hefja leik í nýrri keppni.

Félögin sex virðast hafa brotið þessa reglu með því að samþykkja að taka þátt í Ofurdeildinni.

Samkvæmt Sky Sports er klárt að um brot er að ræða en skiptar skoðanir eru þó á meðal hinna 14 félaganna í deildinni hvort það eigi að refsa stóru félögunum eða ekki.
Athugasemdir