Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Vestri stal öllum stigunum á Greifavelli - Fyrsti sigurinn í efstu deild
Jeppe Gertsen skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Jeppe Gertsen skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 0 - 1 Vestri
0-1 Jeppe Gertsen ('93 )
Lestu um leikinn

Nýliðar Vestra unnu KA, 1-0, á dramatískan hátt í 3. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í dag.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í byrjun leiks. Andri Rúnar Bjarnason skóflaði boltanum yfir markið á fyrstu mínútunum, en heimamenn komu sér betur inn í leikinn eftir það.

Benedik Warén átti fínasta skot á 36. mínútu leiksins en Kristijan Jajalo varði það aftur fyrir endamörk.

Fyrri hálfleikurinn fer ekki neinar sögubækur en gestirnir náðu að stela sigrinum í þeim síðari.

Daníel Hafsteinsson kom sér í dauðafæri þegar hálftími var eftir en hitti ekki boltann.

Bragðdaufur leikur og ekki var útlit fyrir að það kæmi sigurmark en Vestra-menn hættu ekki. Benedikt Warén átti skot sem Jajalo varði aftur fyrir endamörk og upp úr hornspyrnunni kom sigurmarkið.

Hornspyrnan kom fyrir markið og var það Jeppe Gertsen sem tókst að setja boltann alveg út við stöng. Fyrsta mark Vestra í efstu deild og fyrsti sigurinn.

Vestri sækir sín fyrstu stig í sumar en liðið fer nú upp fyrir KA, sem er aðeins með eitt stig úr þremur leikjum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    Fram 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
5.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Stjarnan 4 2 0 2 3 - 5 -2 6
8.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
9.    Valur 4 1 2 1 3 - 2 +1 5
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 4 0 1 3 4 - 10 -6 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner
banner