Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   sun 21. apríl 2024 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Fanney Birkisdóttir (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sú fyndnasta og ein af þeim sem fer með á eyjuna.
Sú fyndnasta og ein af þeim sem fer með á eyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ekkert risaeðlu öskur hér.
Ekkert risaeðlu öskur hér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katie kandídat í Survivor.
Katie kandídat í Survivor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leyfðu mér að skora!
Leyfðu mér að skora!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Algjör meistari.
Algjör meistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skiljanlega ekki búin að fyrirgefa leikþáttinn.
Skiljanlega ekki búin að fyrirgefa leikþáttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pakka í töskur og fara suður? (Ekki gera það samt)
Pakka í töskur og fara suður? (Ekki gera það samt)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besti þjálfarinn.
Besti þjálfarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna hefst á eftir! Hér á Fótbolta.net er spáin að klárast. Nú er búið að segja hvaða lið endar í 1. sæti og þá er bara að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er titlinum.

Fanney er á leið í sitt annað tímabil sem aðalmarkvörður Vals. Hún er uppalin hjá félaginu og fékk mikilvæga reynslu árið 2022 þegar hún lék á láni hjá FH. Með frábærum frammistöðum með U19 landsliðinu og Val á síðasta tímabili vann hún sér sæti í A-landsliðshópnum og hefur varið mark landsliðsins í síðustu tveimur leikjum. Fyrir það hafði hún leikið 21 leik fyrir yngri landsliðin, þar af 13 fyrir U19.

Í dag sýnir Fanney á sér hina hliðina.
   09.04.2024 14:33
„Finnst Íris hafa hjálpað mér að taka skref fram á við"

Fullt nafn: Fanney Inga Birkisdóttir

Gælunafn: Finga eða FBI

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti alvöru leikurinn var í undankeppni meistaradeildarinnar 2021, fékk að spila síðustu 10. Man bara að adrenalínið var í 127%.

Uppáhalds drykkur: Blár Collab

Uppáhalds matsölustaður: Saffran, Mílanóbakan er claaassic

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en þess í stað mjög flott blátt Trek reiðhjól.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei ekki eins og er... en er að vinna í þeim málum.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn 99 eru all time faves

Uppáhalds tónlistarmaður: James Blake er í miklu uppáhaldi á þessari stundu.

Uppáhalds hlaðvarp: The high performance podcast. Mæli mjög mikið með, viðtöl við afreksfólk þar sem þau fara yfir ferilinn sinn og segja frá sínum gildum og hvað hefur hjálpað þeim að ná langt. Mér finnst sérstaklega gaman að hlusta á fótboltamennina og hef klárlega lært mikið af þeim.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tik Tok, screen time þar sprengir alla mæla

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net, maður verður að vera með puttann á púlsinum í fótboltaheiminum.

Fyndnasti Íslendingurinn: Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Verður þú ekki í mat? Frá Pabba.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Stjörnunni

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Leah Schuller gerði mér lífið svo lítið leitt um daginn

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gísli Þór Einarsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Emelía Óskarsdóttir, hún var alltaf að biðja mig um að leyfa sér að skora með Selfossi í fyrra, einstaklega sérstakt. Svo getur Arna Sif verið vægast sagt óþolandi í skotkeppni.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Sara Björk og Neuer.

Sætasti sigurinn: Móti Svíþjóð með u19 þegar við tryggðum okkur farseðilin á EM.

Mestu vonbrigðin: Hvernig við duttum út úr Meistaradeildinni í fyrra, Léleg frammistaða í fyrri leiknum gerði út af við drauminn. Sýndum sem betur fer hvað í okkur býr með sigri í seinni leiknum úti.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United, höfum átt í smá erfiðu sambandi síðastliðin ár. Það er samt alltaf næsta tímabil eða eitthvað.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sandra María fær að pakka í tösku og flytja suður.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Katla Tryggvadóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Smára aka. Smáradonna

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Hildur Björk Búadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Marta

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ísabella Sara fær þennan titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Líður mjög vel á Hlíðarenda, second home.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég og Arna Sif eigum ófá góð atvik saman. Held ég hafi fellt hana nokkrum sinnum í fyrra, hlaut alltaf góð risaeðlu öskur í kjölfarið.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég fæ mér alltaf Collab í sama lit og liðið sem ég er að spila á móti á leikdegi.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Það eru forréttindi að vera í klúbb eins og Val þar sem það eru frábær lið í öllum íþróttagreinum, þannig ég reyni að fylgjast með gengi hinna liðanna. Síðan fylgist ég aðeins með körfuboltanum í Bandaríkjunum, NBA og háskólaboltanum hjá stelpunum #CaitlinClarkerGeitin.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator, hanskar og skór í stíl ;)

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að mæta í sjálfan tímann.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar við mættum Þrótti í fyrra fékk ég þá frábæru hugmynd að þykjast fá krampa í kálfann til að tefja. Dómarinn keypti þetta náttúrlega ekki fyrir 5 aura og ég er ennþá að vinna í því að láta hana Kötlu vinkonu mína sem spilaði með Þrótti fyrirgefa mér. Held ég geti fullyrt að þar hafi botninum verið náð.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Sigríði Theódóru, Kötlu Tryggva og Bryndísi Örnu. Það yrði líklegast undir mér komið að koma okkur heim en ef það myndi mistakast þá yrði að minnsta kosti helvíti góð stemmning hjá okkur á eyjunni.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég væri mjög til í að sjá Katie Cousins í Survivor. Held hún hafi lært ýmsar brellur í því að lifa af í sveitinni í USA, allt annað en sigur væru vonbrigði í mínum augum.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var í Gettu Betur liðinu í Verzló í fyrra. (bara liðsstjóri samt)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Amanda kemur mér meira og meira á óvart með hverjum deginum. Hún er smá introvert en um leið og þú kynnist henni þá er þetta algjör meistari.

Hverju laugstu síðast: Líklegast einhverri afsökun af hverju ég kom of seint í tíma.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Uppspil getur verið alveg dreeeepp leiðinlegt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Infantio hvort HM hafi verið rigged svo Messi myndi vinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner