Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mán 21. apríl 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta hafði áhyggjur af Saka - „Hættuleg tækling"
Mynd: EPA
Hjartað tók nokkur aukaslög hjá Mikel Arteta þegar Bukayo Saka féll í jörðina eftir tæklingu frá Leif Davis, varnarmanni Ipswich, í gær.

Davis fékk að líta rauða spjaldið fyrir að traðka á hælnum á Saka en Arteta staðfesti eftir leikinn að Saka væri í góðu lagi.

„Þetta var ekki ásetningur en þetta er hættuleg tækling því hann getur ekki brugðist við þessu því hann sér hann ekki koma," sagði Arteta.

„Ég hafði áhyggjur sérstaklega þar sem margir eru á meiðslalistanum nú þegar."
Athugasemdir