Hjartað tók nokkur aukaslög hjá Mikel Arteta þegar Bukayo Saka féll í jörðina eftir tæklingu frá Leif Davis, varnarmanni Ipswich, í gær.
Davis fékk að líta rauða spjaldið fyrir að traðka á hælnum á Saka en Arteta staðfesti eftir leikinn að Saka væri í góðu lagi.
Davis fékk að líta rauða spjaldið fyrir að traðka á hælnum á Saka en Arteta staðfesti eftir leikinn að Saka væri í góðu lagi.
„Þetta var ekki ásetningur en þetta er hættuleg tækling því hann getur ekki brugðist við þessu því hann sér hann ekki koma," sagði Arteta.
„Ég hafði áhyggjur sérstaklega þar sem margir eru á meiðslalistanum nú þegar."
Athugasemdir