Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH í Pepsi-deild karla, var gríðarlega sáttur með sigur liðsins á Breiðablik í kvöld.
,,Ég er mjög ánægður með þrjú stig á erfiðum útivelli, það getur ekki verið betra og halda hreinu," sagði Róbert Örn.
,,Ég er í skýjunum með þetta. Sérstaklega hvernig strákarnir börðust eins og ljón í kvöld og það eru alger forréttindi að vera partur af svoleiðis liði."
,,Reyna að halda boltanum aðeins niðri og berjast fyrir hvorn annan. Ég held að það sé það eina sem ég tók eftir alla vega, ég er náttúrulega bara markvörður."
,,Það kom ekki að sök í dag, við erum með rosalega samheldið lið. Ég held að það sé okkar styrkleikur, heldur en einhverjir einstaklingar."
,,Við vorum eiginlega ekkert að kljást, þannig ég vann ekkert einvígi, en ég vann leikinn. Gulli stóð sig samt frábærlega dag, því er ekki hægt að neita, varði tvisvar frá Atla þegar hann slapp í gegn."
,,Ég veit nú ekki með það, ég veit bara að næsti leikur er á móti Skaganum heima og ég er með fullar hendur við að pæla í þeim leik. Ég er ekki tilbúinn í að vera hrokafullur, ég held að það sé ekki gott til framdráttar."
,,Það er búið að byrja ágætlega og við vorum ekkert sérstaklega ánægðir með seinni hálfleikinn á móti ÍBV, en við svöruðum því í dag með sterkum sigri og jafnframt erfiðum sigri," sagði Róbert að lokum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir