fim 21. maí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander um mörkin 28: Veit ekki hvernig ég fór að þessu
Alexander í leik með KF í fyrra.
Alexander í leik með KF í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Már Þorláksson, leikmaður Fram, var gestur Ingólfs Sigurðssonar í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni hér á Fótbolta.net í dag.

Alexander Már var markahæsti leikmaður 3. deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 28 mörk í 21 leik með KF, sem fór upp um deild. Hann skipti svo yfir til Fram í 1. deildinni.

Hann segist hafa fljótt áttað sig á því hvað stefndi í á rosalegu tímabili í fyrra.

„Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að þessu. Fyrstu tveir leikirnir voru ekki sérstakir, ég var ekki í nægilega góðu formi. Ég skoraði eitt mark í fyrstu tveimur leikjunum, en svo skora ég fjögur á móti KH og þá sá ég í hvað stefndi," sagði Alexander.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli á baki í vetur og ekkert spilað með Fram. Hann vonast til þess að geta raðað inn mörkunum í 1. deildinni í sumar eins og hann gerði í 3. deildinni í fyrra.

„Ég stefni á það. Ég veit ég get það, en ég þarf bara að leggja meira á mig. Við erum með tvo aðra sóknarmenn í Fram. Þóri Guðjóns sem er frábær og Aron Snær sem er mjög efnilegur. Við erum þrír framherjar að berjast um þetta," sagði Alexander.

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

Ástríðan - Markahrókurinn Alexander
Athugasemdir
banner
banner
banner