Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inter, Real og Bayern halda Samstöðubikarinn
Mynd: Getty Images
Real Madrid er búið að tilkynna að félagið mun halda æfingakeppni ásamt Inter og FC Bayern á næsta ári. Þessi keppni mun heita Samstöðubikarinn

Allur hagnaður af keppninni mun fara í baráttuna gegn kórónuveirunni.

Keppnin verður stutt og mun samanstanda af þremur leikjum, í Madríd, München og Mílanó.

Mótið verður haldið á næsta ári og verða nákvæmar dagsetningar kynntar þegar nær dregur. Stefnt er á að halda mótið fyrir framan áhorfendur.

„Allur hagnaður mun skiptast til heilbrigðisyfirvalda á Ítalíu og Spáni," segir meðal annars á vefsíðu Real Madrid. Ástandið í Þýskalandi er nokkuð gott og er fótboltaheimurinn farinn aftur af stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner