Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. maí 2020 20:15
Brynjar Ingi Erluson
McTominay velur þrjá efnilegustu leikmenn Man Utd
Scott McTominay
Scott McTominay
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, miðjumaður Manchester United á Englandi, velur þrjá efnilegustu lekmennina hjá félaginu í viðtali á heimasíðu Manchester United.

McTominay, sem er 23 ára gamall, kemur úr unglingastarfi United en hann hefur náð að festa sig í sessi í liðinu og er einn af öflugustu miðjumönnum liðsins í dag.

Hann hafði spilað 27 leiki og skorað 5 mörk á þessu tímabili áður en það var stöðvað en skoski miðjumaðurinn nefnir þá þrjá leikmenn sem eiga eftir að springa út.

„Það eru margir efnilegir en ég myndi nefna Di'Shon Bernard, Largie Ramazani og Jimmy Garner. Svo er það náttúrlega Mason Greenwod og hann er á góðri leið með að verða fastamaður," sagði McTominay.

„Mason er ekki alveg kominn á það stig að byrja alla leiki en hann verður að stefna að því. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð í langan tíma. Skotin hans eru hreint út sagt ótrúleg."

„Þetta er á minni ábyrgð og við verðum að ýta þessum yngri leikmönnum áfram og koma þeim á það stig þar sem þeir ná að nýta hæfileika sína. Það er sama markmið hjá öllum hjá þessu félagi og hjá mér líka,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner