Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fös 21. maí 2021 20:59
Þorgeir Leó Gunnarsson
Helgi Sig: Auðvitað fer umræðan ekkert framhjá mér
Góð ferð í Mosfellsbæinn.
Lengjudeildin
Helgi Sig þjálfari ÍBV gat brosað í leikslok
Helgi Sig þjálfari ÍBV gat brosað í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV sóttu Mosfellinga heim í þriðju umferð Lengjudeildarinnar í dag. Stórsigur, 0-5, varð niðurstaðan og Eyjamenn hafa þar með stimplað sig inn í deildina eftir erfiða byrjun.

Helgi Sigurðsson, þjálfari ÍBV, var kampakátur í leikslok.

„Það var bara frábært að sjá hvernig strákarnir komu inn í þennan leik frá fyrstu mínútu. Við vorum staðráðnir í að sýna okkar rétta andlit hér í dag og byrja þetta mót af fullum krafti eftir eins og þú segir, tvo erfiða fyrstu leiki. Get ekki kvartað yfir þessu, skorum fimm mörk og höldum hreinu. Við getum ekki beðið um meira og vinnuframlagið hjá leikmönnum var þess eðlis að við áttum þetta 100% skilið," sagði Helgi beint eftir leik.

Slæm byrjun ÍBV á mótinu fór ekki framhjá neinum og var Helgi töluvert í umræðunni fyrir leik.

„Auðvitað fer umræðan ekkert framhjá mér og það er alveg ljóst. Maður verður að virða það að menn vilja selja fréttir í þessum bransa. Við erum þjálfarar og ef þetta er ekki að ganga þá erum við auðvitað oft skotmark. Við verðum að þola það eins og hrósið, þegar við fáum hrós, verðum líka að þola skamminar. Það er samt helvíti hart þegar verið er að bíða eftir því að menn séu látnir fara eftir tvo þrjá leiki. Fótboltinn gengur ekki svoleiðis."

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner