fös 21. maí 2021 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Guðný verði með á morgun - Napoli gæti fallið
Í leik með Napoli.
Í leik með Napoli.
Mynd: Napoli
Guðný Árnadóttir fór meidd af velli í næstsíðustu umferð ítölsku Serie A um síðustu helgi. Hún fór af velli í fyrri hálfleik gegn Verona vegna eymsla í hæl.

Varnarmaðurinn hefur verið í algjöru lykilhlutverki síðan hún gekk í raðir Napoli í desember en hún er á láni hjá félaginu frá AC Milan.

Napoli mætir AS Roma í lokaumferðinni á morgun og ef liðið tapar eða gerir jafntefli gæti liðið fallið. Til þess að það gerist þarf San Marino, sem er í næstneðsta sæti, að vinna sinn leik gegn Fiorentina.

Það er mjög ólíklegt að hún verði með á morgun. Það eru þó jákvæð tíðindi af Guðnýju því hún fór í myndatöku í vikunni og í ljós kom að hún er ekki brotin eins og óttast var í fyrstu.

Lára Kristín Pedersen er einnig á mála hjá Napoli. Hún var ekki í leikmannahópnum gegn Verona um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner