Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. maí 2022 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Meira segja dómararnir vilja okkur burt úr deildinni"
Ashley Barnes deilir við dómarann
Ashley Barnes deilir við dómarann
Mynd: Getty Images

Loka umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á morgun. Hún verður gríðarlega spennandi, bæði á toppnum sem og á botninum.


Burnley er í 17. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Leeds sem er í sætinu fyrir neðan, fallsæti.

Leeds heimsækir Brentford á meðan Burnley fær Newcastle í heimsókn. Ashley Barnes leikmaður Burnley sagði að dómararnir í deildinni vildu sjá Burnley falla.

„Á undanförnum tímabilum hefur fólk litið á okkur og fundist við grófir. Með fullri virðingu þá held ég að fólk, meira segja dómarar, vilja okkur burt úr deildinni."

Hann telur að dómararnir séu of meðvitaðir um orðsporið sem Burnley hefur.

„Auðvitað, þetta atvik þegar Friend fór í skjáinn um síðustu helgi, Tottenham hélt áfram, þeir klúðra góðu færi og allir fara setja upp aukaspyrnu. Svo kemur VAR og maður er bara ha?, svo brosir hann þegar hann kemur til baka og enginn getur sagt neitt."

Burnley gerði 1-1 jafntefli gegn Aston Villa á fimmtudaginn en Barnes skoraði mark Burnley. Steven Gerrard stjóri Villa vildi að Barnes hefði fengið rautt spjald í leiknum fyrir olnbogaskot.

„Á Villa Park gátum við ekki talað við Paul Tierney. Farðu í skjáinn, hann er nú til þess. Við þurfum að sjá stöðugleika í þessum ákvörðunum."


Athugasemdir
banner