Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2022 22:00
Victor Pálsson
Gerrard hundfúll: Eitt augljósasta rauða spjald sem ég hef séð
Mynd: EPA

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, var bálreiður í gær eftir leik hans manna gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni.


Gerrard og hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Burnley þar sem liðið spilaði á heimavelli. Gerrard vildi sjá rautt spjald snemma leiks eftir olnbogaskot Ashley Barnes, leikmanns Burnley.

Barnes fór með olnbogann í Tyrone Mings, leikmann Villa, snemma leiks en Paul Tierney, dómari leiksins, sá ekkert athugavert við atvikið og var ekkert dæmt.

Barnes skoraði síðar fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem hefur ekki hjálpað pirringi Gerrard.

„Við áttum að spila gegn tíu mönnum mjög snemma leiks. Þetta er rautt spjald og eitt það augljósasta sem ég hef séð. Þessi dómur fór gegn okkur," sagði Gerrard.

„Þeir sögðu að það væri ekki nógu mikill kraftur í þessu til að verðskulda rautt spjald, ég heyrði þetta því ég var 50 metrum frá þessu. Þarftu að brjóta kjálkann á einhverjum eða fá þá til að fara af velli til að verðskulda rautt spjald? Allir vita að þetta er rautt spjald."

„Það eru fjórir dómarar þarna og við erum með VAR. Þeir voru allir á því máli að þetta væri ekki rautt. Ashley Barnes slapp vel þarna, svo einfalt er það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner