Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 21. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toni Kroos leggur skóna á hilluna eftir ótrúlegan feril
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos mun leggja skóna á hilluna í sumar eftir alveg hreint út sagt stórkostlegan feril.

Kroos mun spila með Þýskalandi á Evrópumótinu í sumar en svo fara skórnir upp á hillu.

„Real Madrid er og verður mitt síðasta félag. Ég hef alltaf sagt það. Dagurinn sem breytti lífi mínu var 17. júlí árið 2014. Þá var ég kynntur sem leikmaður Real Madrid. Það breytti lífi mínu sem fótboltamanns en líka sem manneskju."

„Eftir tíu ár, þá mun þessum kafla ljúka í sumar."

Kroos segist vera sannfærður um að hann sé að taka rétta ákvörðun og hann sé að hætta á toppnum. „Toni Kroos er einn besti leikmaður í sögu Real Madrid og þetta verður alltaf heimili hans," segir Florentino Perez, forseti Real Madrid.

Kroos er 34 ára gamall en hann ólst upp hjá Bayern München. Hann fór til Real Madrid 2014 og er goðsögn þar. Hann hefur spilað lykilhlutverk í liði sem hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku úrvalsdeildina fjórum sinnum. Þvílíkur ferill!


Athugasemdir
banner