Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   mán 21. júní 2021 22:56
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Sáu það allir að það sáust engar línur á vellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur í leikslok eftir 0-4 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Breiðablik komst á toppinn með sigrinum.

Leiknum var seinkað um tíu mínútur í kvöld en hann var einnig færður yfir á gervigrasvöll Selfyssinga nokkrum mínútum fyrir leik. Ástæðan var sú að mikil rigning gerði það að verkum að dómurum fannst vallarlínurnar ekki nægilega afgerandi.

Sjá einnig:
Ákveðið að spila á Selfossi eftir 30 mínútna reykistefnu

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  4 Breiðablik

„Það sáu það allir sem voru mættir hingað á leikinn að það sáust engar línur á grasinu þrátt fyrir það að það sé búið að vinna hörðum höndum að því að hafa þetta í lagi í dag. Það er búið að mála völlinn þrisvar í dag. Þannig það var eðlilegast að nota þetta fína og flotta gervigras sem við erum hérna," sagði Alfreð og bætti við að það væri ekkert við vallarstarfsmenn Selfoss að sakast í þessum málum.

Hann segir að það hafi komið til tals að fresta leiknum þangað til á morgun.

„Við erum að fara að spila aftur á föstudag og það þarf að halda þessu áfram, þetta er bara svona."

„Mér fannst við vera ágætar í fyrri hálfleik, þannig lagað. Auðvitað fáum við tvö mörk á okkur. Við förum síðan inn í hálfleik og breytum aðeins til, mér fannst það ganga ágætlega. Breiðablik er frábærlega vel spilandi lið en ég vil meina að við eigum að standa betur í þeim," segir Alfreð."

Selfyssingar eiga leik í Mjólkurbikarnum næst gegn liði Þróttar. Selfyssingar verið óstöðvandi í bikarkeppni síðustu ár.

„Nú verðum við bara að vera dálítið fúl í kvöld yfir því að hafa ekki gert betur en svo er bara bikarinn á föstudag gegn Þrótti," sagði Alfreð að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir