City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mán 21. júní 2021 22:56
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Sáu það allir að það sáust engar línur á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur í leikslok eftir 0-4 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Breiðablik komst á toppinn með sigrinum.

Leiknum var seinkað um tíu mínútur í kvöld en hann var einnig færður yfir á gervigrasvöll Selfyssinga nokkrum mínútum fyrir leik. Ástæðan var sú að mikil rigning gerði það að verkum að dómurum fannst vallarlínurnar ekki nægilega afgerandi.

Sjá einnig:
Ákveðið að spila á Selfossi eftir 30 mínútna reykistefnu

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  4 Breiðablik

„Það sáu það allir sem voru mættir hingað á leikinn að það sáust engar línur á grasinu þrátt fyrir það að það sé búið að vinna hörðum höndum að því að hafa þetta í lagi í dag. Það er búið að mála völlinn þrisvar í dag. Þannig það var eðlilegast að nota þetta fína og flotta gervigras sem við erum hérna," sagði Alfreð og bætti við að það væri ekkert við vallarstarfsmenn Selfoss að sakast í þessum málum.

Hann segir að það hafi komið til tals að fresta leiknum þangað til á morgun.

„Við erum að fara að spila aftur á föstudag og það þarf að halda þessu áfram, þetta er bara svona."

„Mér fannst við vera ágætar í fyrri hálfleik, þannig lagað. Auðvitað fáum við tvö mörk á okkur. Við förum síðan inn í hálfleik og breytum aðeins til, mér fannst það ganga ágætlega. Breiðablik er frábærlega vel spilandi lið en ég vil meina að við eigum að standa betur í þeim," segir Alfreð."

Selfyssingar eiga leik í Mjólkurbikarnum næst gegn liði Þróttar. Selfyssingar verið óstöðvandi í bikarkeppni síðustu ár.

„Nú verðum við bara að vera dálítið fúl í kvöld yfir því að hafa ekki gert betur en svo er bara bikarinn á föstudag gegn Þrótti," sagði Alfreð að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner