Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   mán 21. júní 2021 22:56
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Sáu það allir að það sáust engar línur á vellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur í leikslok eftir 0-4 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Breiðablik komst á toppinn með sigrinum.

Leiknum var seinkað um tíu mínútur í kvöld en hann var einnig færður yfir á gervigrasvöll Selfyssinga nokkrum mínútum fyrir leik. Ástæðan var sú að mikil rigning gerði það að verkum að dómurum fannst vallarlínurnar ekki nægilega afgerandi.

Sjá einnig:
Ákveðið að spila á Selfossi eftir 30 mínútna reykistefnu

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  4 Breiðablik

„Það sáu það allir sem voru mættir hingað á leikinn að það sáust engar línur á grasinu þrátt fyrir það að það sé búið að vinna hörðum höndum að því að hafa þetta í lagi í dag. Það er búið að mála völlinn þrisvar í dag. Þannig það var eðlilegast að nota þetta fína og flotta gervigras sem við erum hérna," sagði Alfreð og bætti við að það væri ekkert við vallarstarfsmenn Selfoss að sakast í þessum málum.

Hann segir að það hafi komið til tals að fresta leiknum þangað til á morgun.

„Við erum að fara að spila aftur á föstudag og það þarf að halda þessu áfram, þetta er bara svona."

„Mér fannst við vera ágætar í fyrri hálfleik, þannig lagað. Auðvitað fáum við tvö mörk á okkur. Við förum síðan inn í hálfleik og breytum aðeins til, mér fannst það ganga ágætlega. Breiðablik er frábærlega vel spilandi lið en ég vil meina að við eigum að standa betur í þeim," segir Alfreð."

Selfyssingar eiga leik í Mjólkurbikarnum næst gegn liði Þróttar. Selfyssingar verið óstöðvandi í bikarkeppni síðustu ár.

„Nú verðum við bara að vera dálítið fúl í kvöld yfir því að hafa ekki gert betur en svo er bara bikarinn á föstudag gegn Þrótti," sagði Alfreð að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner