Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Götze kominn til Frankfurt (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Hinn þrítugi Mario Götze er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Eintracht Frankfurt eftir tvö góð ár með PSV Eindhoven í Hollandi.


Götze gengur í raðir Evrópudeildarmeistaranna eftir tveggja ára fjarveru úr þýska boltanum þar sem hann lék fyrir Dortmund og FC Bayern á víxl.

Götze þótti gífurlegt efni á sínum tíma og skoraði 17 mörk í 63 landsleikjum með Þýskalandi þar sem hann varð meðal annars heimsmeistari 2014. Hann lagði landsliðskóna á hilluna 2017.

Frankfurt borgar ekki nema 4 milljónir evra fyrir Götze sem var með það sem skilyrði í samningsviðræðum við PSV að hafa lágt riftunarákvæði.

Benfica og Inter Miami reyndu einnig að kaupa Götze en hann valdi að snúa aftur til heimalandsins.

Götze spilar sem sóknartengiliður og hefur unnið aragrúa af titlum á ferlinum en aldrei tekist að sigra Meistaradeildina.

Götze has signed until June 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner