Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Fjölnir skoraði fimm gegn Sindra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 5 - 0 Sindri
1-0 Freyja Aradóttir ('7 )
2-0 María Sól Magnúsdóttir ('22 )
3-0 María Sól Magnúsdóttir ('47 )
4-0 Anna María Bergþórsdóttir ('61 )
5-0 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('67 )
Rautt spjald: Júlía Katrín Baldvinsdóttir, Fjölnir ('76)

Fjölnir og Sindri áttust við í fyrsta leik kvöldsins í 2. deild kvenna og tóku Fjölniskonur forystuna snemma leiks.

Freyja Aradóttir skoraði á sjöundu mínútu og tvöfaldaði María Sól Magnúsdóttir forystuna á 22. mínútu.

Staðan var 0-2 í leikhlé og setti María Sól þriðja mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks, áður en Anna María Bergþórsdóttir og Júlía Katrín Baldvinsdóttir innsigluðu fimm marka stórsigur.

Júlía Katrín var svo rekin af velli á 76. mínútu en það kom ekki að sök.

Fjölnir fer upp í níu stig með þessum sigri í sjöttu umferð. Sindri er með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner