Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 21. júní 2024 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var að vonum kát er hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Tindastóll sem þar heimsótti lið Keflavíkur gerði góða ferð í Reykjanesbæ og tók öll þrjú stigin sem í boði voru með heim í Skagafjörð. Tilfinningin væntanlega góð fyrir Bryndísi og liðið allt?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Hún er ótrúlega góð bara geggjuð. Ég er ótrúlega stolt af liðinu við erum að fara upp á við og ég get eiginlega ekki beðið um meira. “

Sigur Tindastóls í dag var sanngjarn svo að segja en hvað skyldi hafa skapað hann að mati Bryndísar?

„Liðsheild, stemming og að við erum búin að vera vinna í ákveðnum hlutum og erum að sjá þá smella saman. Við erum búin að ná að byggja ofaná þessa hluti og liðsheildin komin meira inn í þetta líka.“

Það má segja að síðastliðnir dagar hafi verið liði Tindastóls góðir. Liðið fékk heimavöll sinn á ný síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli gegn Víkingum og sótti svo sigur í dag gegn Keflavík. En hvað næst hjá liðinu sem mætir FH á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag?

„Það er bara að halda áfram og byggja ofan á. Að fá heimavöllinn okkar aftur er rosalega gott fyrir hjartað okkar. Við erum ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta yfir því en bara það að fá heimavöllinn aftur er rosalega gott fyrir okkur.“

Sagði Bryndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner