Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   fös 21. júní 2024 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var að vonum kát er hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Tindastóll sem þar heimsótti lið Keflavíkur gerði góða ferð í Reykjanesbæ og tók öll þrjú stigin sem í boði voru með heim í Skagafjörð. Tilfinningin væntanlega góð fyrir Bryndísi og liðið allt?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Hún er ótrúlega góð bara geggjuð. Ég er ótrúlega stolt af liðinu við erum að fara upp á við og ég get eiginlega ekki beðið um meira. “

Sigur Tindastóls í dag var sanngjarn svo að segja en hvað skyldi hafa skapað hann að mati Bryndísar?

„Liðsheild, stemming og að við erum búin að vera vinna í ákveðnum hlutum og erum að sjá þá smella saman. Við erum búin að ná að byggja ofaná þessa hluti og liðsheildin komin meira inn í þetta líka.“

Það má segja að síðastliðnir dagar hafi verið liði Tindastóls góðir. Liðið fékk heimavöll sinn á ný síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli gegn Víkingum og sótti svo sigur í dag gegn Keflavík. En hvað næst hjá liðinu sem mætir FH á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag?

„Það er bara að halda áfram og byggja ofan á. Að fá heimavöllinn okkar aftur er rosalega gott fyrir hjartað okkar. Við erum ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta yfir því en bara það að fá heimavöllinn aftur er rosalega gott fyrir okkur.“

Sagði Bryndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner