Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   fös 21. júní 2024 20:42
Sverrir Örn Einarsson
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Kvenaboltinn
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls var að vonum kát er hún mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net á HS Orkuvellinum fyrr í kvöld. Tindastóll sem þar heimsótti lið Keflavíkur gerði góða ferð í Reykjanesbæ og tók öll þrjú stigin sem í boði voru með heim í Skagafjörð. Tilfinningin væntanlega góð fyrir Bryndísi og liðið allt?

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 Tindastóll

„Hún er ótrúlega góð bara geggjuð. Ég er ótrúlega stolt af liðinu við erum að fara upp á við og ég get eiginlega ekki beðið um meira. “

Sigur Tindastóls í dag var sanngjarn svo að segja en hvað skyldi hafa skapað hann að mati Bryndísar?

„Liðsheild, stemming og að við erum búin að vera vinna í ákveðnum hlutum og erum að sjá þá smella saman. Við erum búin að ná að byggja ofaná þessa hluti og liðsheildin komin meira inn í þetta líka.“

Það má segja að síðastliðnir dagar hafi verið liði Tindastóls góðir. Liðið fékk heimavöll sinn á ný síðastliðna helgi þar sem liðið gerði jafntefli gegn Víkingum og sótti svo sigur í dag gegn Keflavík. En hvað næst hjá liðinu sem mætir FH á Sauðárkróki næstkomandi miðvikudag?

„Það er bara að halda áfram og byggja ofan á. Að fá heimavöllinn okkar aftur er rosalega gott fyrir hjartað okkar. Við erum ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta yfir því en bara það að fá heimavöllinn aftur er rosalega gott fyrir okkur.“

Sagði Bryndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner