Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur með að fá ekki meira en eitt stig eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn KA í 13.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.
„Þetta er svolítið svekkelsi. Mér fannst við vera í fínni stöðu og spiluðum vel í fyrri hálfleik og fengum færi til að komast í 2-0 sem að hefði farið ansi langt með þetta fyrir okkur þar sem að KA voru ekkert að ógna." sagði Jói Kalli eftir leik.
„Þetta er svolítið svekkelsi. Mér fannst við vera í fínni stöðu og spiluðum vel í fyrri hálfleik og fengum færi til að komast í 2-0 sem að hefði farið ansi langt með þetta fyrir okkur þar sem að KA voru ekkert að ógna." sagði Jói Kalli eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 1 - 1 ÍA
Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur og voru Skagamenn með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Í þeim síðari náðu heimamenn í KA að vinna sig betur inní leikinn og uppskáru jöfnunarmark.
„Við hefðum alveg getað tekið þessi þrjú stig með marki í lokin og við vorum að reyna. Ég er sáttur með strákanna sem að komu inná og við héldum áfram. Þannig ég hefði alltaf viljað fá annað markið og vinna hér í dag."
Skagamenn eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og lýst Jóa Kalla vel á framhaldið.
„Við erum að standa okkur vel og erum að sækja fullt af stigum. Við viljum vinna svona leiki eins og í dag. Það eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og viljum bæta. En ég er mjög brattur fyrir framhaldið." sagði Jói Kalli að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir