Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 20:00
Fótbolti.net
Karólína sló í gegn á EM - Lét Renard heyra það
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína fagnar marki á EM.
Karólína fagnar marki á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þarna er bara stórstjarna fædd í augum íslenskra fótboltaunnenda,“ sagði Elvar Geir Magnússon þegar rætt var um landsliðskonuna Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í síðustu útgáfu EM Innkastsins í bili.

Það má með sanni segja að Karólína hafi slegið í gegn á þessu Evrópumóti sem var að klárast. Hún var algjörlega stórkostleg og ein af þremur bestu leikmönnum Íslands.

„Það var ein sending undir lokin á móti Frakklandi þar sem maður var bara: 'VÁ!' Hún var vinstra megin inn á miðsvæðinu og negldi honum yfir á vinstri vænginn. Vá sko!“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Það eru töfrar í þessum fótum. Það eru þessar sendingar, þessar litlu snertingar, þetta er eitthvað sem við þurfum að hafa í liðinu,“ sagði Sæbjörn.

Rætt var um það að Karólína þyrfti að fara að fá fleiri mínútur með Bayern München í Þýskalandi.

„Miðað við það sem hún sýndi á þessu móti þá er hún nægilega góð til að spila fyrir Bayern,“ sagði Guðmundur.

Lét Renard heyra það
Karólína Lea er bara tvítug og á mikið eftir af sínum ferli. Samt er alveg hægt að tala um stóran karakter. Hún lætur andstæðinginn ekki komast upp með neitt kjaftæði og var gaman að sjá hana hrauna yfir Wendie Renard, fyrirliða Frakka, þegar hún fór auðveldlega niður í leiknum á mánudag.

„Þær eru hugrakkar og maður getur lært heilmikið af þeim þó maður sé búin að vera lengur í boltanum en þær eru búnar að vera til í heiminum,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er hún var spurð út í ungu leikmenn Íslands á dögunum.

„Þær eru magnaðar og framtíðin er rosalega björt fyrir þetta landslið.“

Næsta verkefni hjá landsliðinu er í undankeppni HM þar sem við spilum hreinan úrslitaleik við Holland um að komast inn á heimsmeistaramótið í fyrsta sinn.
Gunnhildur: Persónulegar tilfinningar settar til hliðar
EM Innkastið - Markmiðið náðist ekki en þjóðin er stolt
Athugasemdir
banner
banner
banner