Það var Íslendingaslagur í botnbaráttunni í sænsku deildinni í dag þegar Norrköping fékk Halmstad í heimsókn.
Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru í liði Norrköping en Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Halmstad á meðan Birnir Snær Ingason kom inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var til loka venjulegs leiktíma.
Christoffer Nyman skoraði eina mark leiksins fyrir Norrköping þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Arnóri Ingva.
Þetta var fyrsti sigur Norrköping síðan í lok apríl en liðið hafði leikið átta leiki í röð án þess að vinna. Liðið situr í 15. og næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 15 umferðir Halmstad er í 13. sætimeð 18 stig.
Atli Barkarson var í byrjunarliði Sonderjyske þegar liðið tapaði 1-0 gegn Silkeborg í fyrstu umferð í efstu deild í Danmörku í dag en Sonderjyske er nýliði í deildinni. Kristall Máni Ingason kom inn á sem varamaður og spilaði rúman hálftíma.
Næst efsta deild í Danmörku er einnig farin af stað en Daníel Freyr Kristjánsson er á láni hjá Fredericia frá Midtjylland á þessari leiktíð. Hann kom inn á undir lok leiksins þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Horsens í dag.
Logi Tómasson lék allan leikinn þegar Stromsgodset tapaði 1-0 gegn Tromsö í norsku deildinni. Stromsgodset er með 19 stig í 7. sæti eftir 15 umferðir.
Þá var Davíð Kristján Ólafsson í byrjunarliði Cracovia þegar leikar hófust í pólsku deildinni í dag. Liðið tók á móti Piast Gliwice en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Stromsgodset 0 - 1 Tromso
0-1 Lasse Nordas ('49 )
Silkeborg 1-0 Sonderjyske
Norrkoping 1-0 Halmstad
Cracovia 1-1 Piast Gliwice
Horsens 1-3 Fredericia