Arsenal hefur nælt í enska markvörðinn Tommy Setford frá Ajax.
Setford er 18 ára gamall. Hann er fæddur í Hollandi en er með enskt ríkisfang. Hann hefur leikið 21 landsleik fyrir yngri landslið Englands.
Hann mun spila með u21 árs liði Arsenal en æfa með markvörðum aðalliðsins.
„Ég vil þakka Arsenal fyrir þettaa tækifæri. Ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hlakka til að læra nýja hluti á næstu leiktíð og ýta sjálfum mér upp á næsta stall. Núna er mikilvægt að ég byrji að kynnast öllum," sagði Setford.
A message from Tommy ????? pic.twitter.com/wmqiTNvMKu
— Arsenal Academy (@ArsenalAcademy) July 21, 2024
Athugasemdir