Ensku félögin Liverpool og Newcastle eru í baráttunni um Dean Huijsen, leikmann Juventus, en þetta segir ítalski miðillinn TuttoSport.
Huijsen er 19 ára gamall miðvörður sem spilar með U21 árs landsliði Spánverja.
Varnarmaðurinn er fæddur í Hollandi en fjölskylda hans flutti til Spánar þegar hann var ungur að árum og með spænskan ríkisborgararétt.
Á síðustu leiktíð spilaði hann 14 leiki í Seríu A, einn með Juventus fyrir áramót og seinni hlutann var hann á láni hjá Roma þar sem hann lék þrettán leiki.
TuttoSport segir mikinn áhuga á varnarmanninum en bæði Liverpool og Newcastle hafa spurst fyrir um hann. Juventus vill fá að minnsta kosti 25 milljónir punda.
Athugasemdir