Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi, vill ólmur fá króatíska miðjumanninn Mateo Kovacic frá Manchester City fyrir tímabilið.
Samkvæmt Fotomac hefur Mourinho gefið Fenerbahce græna ljósið á að sækja Kovacic til félagsins.
Þessi þrítugi miðjumaður kom til Man City frá Chelsea á síðasta ári og spilaði þar 46 leiki í öllum keppnum.
Hann lék nokkuð stórt hlutverk undir stjórn Pep Guardiola en talið er að Man City sé reiðubúið að lána hann út fyrir þetta tímabil.
Fenerbahce er stórhuga fyrir tímabilið en það hefur þegar fengið þá Allan Saint-Maximin, Caglar Soyuncu, Rade Krunic og Cenk Tosun til félagsins.
Athugasemdir