Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 21. ágúst 2019 22:35
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4.deild: Ýmir og Hamar í úrslitakeppnina
Brynjólfur Þór Eyþórsson tryggði Hamri í úrslitakeppnina
Brynjólfur Þór Eyþórsson tryggði Hamri í úrslitakeppnina
Mynd: Hamar
Liðsmenn Bjarnarins unnu A riðil sannfærandi og tryggðu Ými í úrslitakeppnina með sigri á keppinautum þeirra Árborg
Liðsmenn Bjarnarins unnu A riðil sannfærandi og tryggðu Ými í úrslitakeppnina með sigri á keppinautum þeirra Árborg
Mynd: Björninn
Fimm leikir voru á dagskrá í 4.deild karla í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins eru Ýmismenn komnir í úrslitakeppnina í A-riðlinum án þess að spila eftir að topplið Bjarnarins sigraði keppinauta Ýmis, Árborg um 2.sæti riðilsins. Þá hafði Hamar betur í baráttunni við Berserki um 2.sætið í C riðli eftir að Hamarsmenn unnu frábæran útisigur á toppliði GG og þrátt fyrir stórsigur hjá Berserkjum sitja þeir eftir með sárt ennið.

A-riðill
Staðan var erfið fyrir Árborg fyrir leik kvöldsins en þeir urðu að sigra topplið Bjarnarins og vonast eftir að Ýmir mundi misstíga sig gegn Samherja á laugardaginn kemur til að eiga möguleika á að hirða 2.sætið af Ými. Það tókst ekki í hörkuleik þar sem Björninn sigraði. Björninn og Ýmir fara því í úrslitakeppnina. Björninn gæti mætt Snæfelli, Kormáki/Hvöt eða Hvíta Riddaranum en úrslit í B riðli eru ekki ráðin. Ýmismenn mæta Ægi í 8 liða úrslitunum.

Björninn 4 - 3 Árborg
Mörk Bjarnarins:
Magnús Stefánsson, Hafsteinn Björn Gunnarsson, Sigurður sigurðsson og Stefán Ingi Gunnarsson.

B - riðill
Það voru tveir þýðingarlausir leikir í stórskemmtilegum B riðli. KB sigraði Afríku naumlega og tryggði sér 5.sæti riðlsins á meðan ÍH vann KM þægilega ÍH endar mótið í 6.sæti KM því 7. og Afríka rekur lestina á botninum.

Snæfell og Hvíti Riddarinn mætast á morgun í sannkölluðum úrslitaleik um að komast í úrslitakeppni. Sigurliðið þar verður öruggt áfram. Vinni Snæfellingar tryggja þeir sér sigur í riðlinum og Kormáki Hvöt einnig áfram. Verði jafntefli gætu bæði lið komist áfram ef Kormákur Hvöt tapar fyrir Úlfunum á laugardag. Vinni Hvíti Riddarinn verður Snæfell að vonast eftir sömu úrslitum í leik Kormáks Hvatar og Úlfanna. Spennan er því rosaleg í þessum riðli.

ÍH 5 - 2 KM
Markaskorara vantar

Afríka 1 - 2 KB
Markaskorara vantar

C-riðill
Hamar og Berserkir háðu baráttu um 2.sætið í C riðlinum en Hamarsmenn voru með örlögin í sínum höndum stígi fyrir ofan Berserki. Berserkir áttu þó þægilegra leik eftir en þeir kláruðu sitt örugglega með 6-1 sigri á Stokkseyri. Þeir þurftu að treysta á að topplið GG mundi vinna heimasigur gegn Hamri til að komast áfram en það gekk ekki eftir þar sem gestirnir hrósuðu sigri og kokmast í úrslitakeppnina. GG mætir liði Elliða í 8.liða úrslitum á meðan Hamarsmenn þurfa að bíða spenntir eftir lokaniðurstöðu ótrúlegs B riðils sem klárast á morgun.

GG 1 - 2 Hamar
0-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson (45')
1-1 Ivan Jugovic (70')
1-2 Brynjólfur Þór Eyþórsson (73')

Berserkir 6 - 1 Stokkseyri
Markaskorara vantar
Athugasemdir