Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Foden ennþá hissa þegar fólk biður um mynd
Mynd: Getty Images
Phil Foden, ungstirni Manchester City, er talinn meðal efnilegustu miðjumanna í heimi um þessar mundir. Hann skoraði 7 mörk í 26 leikjum á síðustu leiktíð og hefur Josep Guardiola gífurlega miklar mætur á honum.

Foden var tekinn í ítarlegt viðtal fyrr í sumar og sagði þar frá deginum þegar Terry John, njósnari frá Man City, sá hann fyrst.

„Ég man eftir því eins og það hafi gerst í gær. Hann var að skoða 11 ára krakka en ég var 8 eða 9 ára. Hann sá mig á leikvellinum og bað mig um að leysa lítið próf fyrir sig þar sem ég átti að rekja boltann," sagði Foden.

„Ég var of lítill til að átta mig á hvað þetta þýddi eða hver hann væri. Hann gaf mér símanúmer sem ég átti að láta foreldra mína fá og sem betur fer hringdu þeir.

„Ég byrjaði að æfa hjá City í kjölfarið en aðstæðurnar núna eru mikið betri heldur en þær voru þá. Í dag eru 8 ára strákar að spila á fullkomnum grasvöllum en þegar ég var þarna spiluðum við á gervigrasi. Það er mikill munur á öllu starfinu og það sýnir hvert við erum að fara sem félag."


Foden er ekki með bílpróf og tekur leigubíl á æfingar. Hann er ekki vanur frægðinni og verður hissa þegar fólk biður um að fá mynd með honum.

„Lífið hefur breyst en ég held áfram að haga mér eins og ég hef alltaf gert. Ég fer ennþá í verslunarmiðstöðina og stundum biður fólk um að fá mynd með mér. Þá verð ég oft hissa, ég átta mig ekki alltaf á því að ég er frægur hérna.

„Ég held að krakkar geti litið upp til mín. Ég vona að þeir átti sig á því hversu mikið er hægt að afreka í fótbolta. Sumir krakkar halda að þeir komist aldrei í liðið útaf því að við erum með sterkan leikmannahóp. Það má aldrei gleyma því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Ef ég get gert þetta þá geta aðrir það líka."


Foden er 19 ára og hefur komið við sögu í 38 leikjum með Man City. Hlutverk hans í meistaraliði City mun líklega stækka er tekur að líða á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner