Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 14:40
Elvar Geir Magnússon
Henry: Trúi því að ég geti náð langt í þjálfun
Henry bíður eftir næsta tækifæri.
Henry bíður eftir næsta tækifæri.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry var rekinn sem stjóri Mónakó fyrir sjö mánuðum síðan. Þrátt fyrir erfiða byrjun á þjálfaraferlinum þá segist Henry ekki hafa misst sjálfstraustið.

„Þú efast ekki um sjálfan þig, þú vilt hafa tíma til að sanna þig og sýna að þú getir þetta. Ég hef verið í þeirri stöðu í mínu lífi að fólk hefur talið allt vera frábært. Þegar ég var hjá Arsenal komu upp erfiðleikar og ég var á bekknum um tíma. Fólk gleymir því," segir Henry.

„Það komu erfiðir mánuðir þar sem fjölmiðlar og stuðningsmenn gagnrýndu mig. Það var verðskulduð gagnrýni. Á endanum er það alltaf ég sem tek ábyrgð. í fótboltanum verður þú að þagga niður í efasemdarröddum."

„Sem leikmaður getur þú svarað inni á vellinum en sem þjálfari þarftu að bíða eftir öðru starfi og það er erfitt. Það er pirrandi því maður fær ekki bara næsta leik til að sanna sig eða tækifæri sem kemur fljótlega. Í lífinu verður þú að rísa upp og berjast þegar þér mistekst."

Henry segist enn hafa trú á því að hann geti orðið farsæll knattspyrnustjóri þrátt fyrir vonbrigðin með Mónakó. Hann bíður nú eftir næsta tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner