Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 21. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pjanic hafnaði franska landsliðinu til að spila fyrir Bosníu
Pjanic hefur gert 13 mörk í 86 leikjum fyrir landslið Bosníu.
Pjanic hefur gert 13 mörk í 86 leikjum fyrir landslið Bosníu.
Mynd: Getty Images
Bosníski miðjumaðurinn Miralem Pjanic var fenginn til Metz í Frakklandi aðeins 14 ára gamall og öðlaðist því franskan ríkisborgararétt.

Hann vakti athygli á sér í Frakklandi og gerði mjög góða hluti fyrir yngri landslið Lúxemborg. Hann var ekki nema 18 ára gamall þegar hann fékk símtal frá landsliðsþjálfara Bosníu og hugsaði hann sig ekki tvisvar um.

„Ég hefði getað valið Frakkland, það hefði verið besta í stöðunni fyrir mig knattspyrnulega séð. Þegar ég var 18 ára og nýkominn til Lyon hringdi landsliðsþjálfari Frakklands í mig en ég var þegar búinn að taka ákvörðun," sagði Pjanic.

„Þjálfarinn hjá Bosníu hringdi í mig nokkrum vikum fyrr og það hafði alltaf verið draumur minn að spila fyrir bosníska landsliðið. Að komast í lokakeppni HM 2014, fyrsta lokakeppni í sögu þjóðarinnar, var draumur og ein af bestu stundum lífs míns."

Eftir að hafa verið hjá Metz og Lyon skipti Pjanic yfir til Roma og var algjör lykilmaður í fimm ár. Nú er hann mikilvægur hlekkur í meistaraliði Juventus og hefur verið síðan hann skrifaði undir sumarið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner