Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 21. september 2019 16:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Berglind Björg um gullskóinn: Bara flottur bónus
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Það var ekki nóg til að tryggja titilinn og Valur því Íslandsmeistari en bæði lið fóru taplaus í gegnum tímabilið. Berglind Björg, sem skoraði þrennu í leiknum, var nokkuð svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Það er ömurlegt að það sé ekki nóg, við spiluðum frábærlega í dag en það dugði því miður ekki, það er bara þannig. Þetta er ömurlegt.

Hélt Blikaliðið í vonina um að Keflavík myndi stela stigum af Val?

"Já klárlega, við héldum alltaf í vonina. Keflavíkurliðið er með frábært lið og við treystum á þær en það gekk ekki í dag."

Berglind Björg endar sem markakóngur deildarinnar eftir þrennuna í dag. Hún skoraði 16 mörk í deildinni, jafn mörg og Elín Metta og Hlín Eiríks en spilaði einum leik minna.

"Það var mjög óvænt, maður var ekkert sérstaklega að stefna á það. Ég vildi náttúrulega bara vinna þessa deild. Ég er bara sátt með það og það er gaman að enda tímabilið vel. Þetta er bara flottur bónus."

Tímabilið er þó ekki búið hjá Blikum þar sem þær eiga seinni leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir. Hvernig leggst sá leikur í Berglindi?

"Bara ótrúlega vel, við erum ótrúlega spenntar fyrir þeim leik og Sparta Prag er með frábært lið en við ætlum bara að fara í þann leik og vinna eins og við gerðum hér heima
Við viljum spila alveg fram í október, það er planið."


Ætlar Berglind að vera áfram hjá Blikum?

"Já ég er með samning áfram svo ég verð í Kópavoginum eitthvað lengur."

Viðtalið við Berglindi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner