Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 21. september 2019 16:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Berglind Björg um gullskóinn: Bara flottur bónus
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Það var ekki nóg til að tryggja titilinn og Valur því Íslandsmeistari en bæði lið fóru taplaus í gegnum tímabilið. Berglind Björg, sem skoraði þrennu í leiknum, var nokkuð svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Það er ömurlegt að það sé ekki nóg, við spiluðum frábærlega í dag en það dugði því miður ekki, það er bara þannig. Þetta er ömurlegt.

Hélt Blikaliðið í vonina um að Keflavík myndi stela stigum af Val?

"Já klárlega, við héldum alltaf í vonina. Keflavíkurliðið er með frábært lið og við treystum á þær en það gekk ekki í dag."

Berglind Björg endar sem markakóngur deildarinnar eftir þrennuna í dag. Hún skoraði 16 mörk í deildinni, jafn mörg og Elín Metta og Hlín Eiríks en spilaði einum leik minna.

"Það var mjög óvænt, maður var ekkert sérstaklega að stefna á það. Ég vildi náttúrulega bara vinna þessa deild. Ég er bara sátt með það og það er gaman að enda tímabilið vel. Þetta er bara flottur bónus."

Tímabilið er þó ekki búið hjá Blikum þar sem þær eiga seinni leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir. Hvernig leggst sá leikur í Berglindi?

"Bara ótrúlega vel, við erum ótrúlega spenntar fyrir þeim leik og Sparta Prag er með frábært lið en við ætlum bara að fara í þann leik og vinna eins og við gerðum hér heima
Við viljum spila alveg fram í október, það er planið."


Ætlar Berglind að vera áfram hjá Blikum?

"Já ég er með samning áfram svo ég verð í Kópavoginum eitthvað lengur."

Viðtalið við Berglindi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner