Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   lau 21. september 2019 16:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Berglind Björg um gullskóinn: Bara flottur bónus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Það var ekki nóg til að tryggja titilinn og Valur því Íslandsmeistari en bæði lið fóru taplaus í gegnum tímabilið. Berglind Björg, sem skoraði þrennu í leiknum, var nokkuð svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Það er ömurlegt að það sé ekki nóg, við spiluðum frábærlega í dag en það dugði því miður ekki, það er bara þannig. Þetta er ömurlegt.

Hélt Blikaliðið í vonina um að Keflavík myndi stela stigum af Val?

"Já klárlega, við héldum alltaf í vonina. Keflavíkurliðið er með frábært lið og við treystum á þær en það gekk ekki í dag."

Berglind Björg endar sem markakóngur deildarinnar eftir þrennuna í dag. Hún skoraði 16 mörk í deildinni, jafn mörg og Elín Metta og Hlín Eiríks en spilaði einum leik minna.

"Það var mjög óvænt, maður var ekkert sérstaklega að stefna á það. Ég vildi náttúrulega bara vinna þessa deild. Ég er bara sátt með það og það er gaman að enda tímabilið vel. Þetta er bara flottur bónus."

Tímabilið er þó ekki búið hjá Blikum þar sem þær eiga seinni leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir. Hvernig leggst sá leikur í Berglindi?

"Bara ótrúlega vel, við erum ótrúlega spenntar fyrir þeim leik og Sparta Prag er með frábært lið en við ætlum bara að fara í þann leik og vinna eins og við gerðum hér heima
Við viljum spila alveg fram í október, það er planið."


Ætlar Berglind að vera áfram hjá Blikum?

"Já ég er með samning áfram svo ég verð í Kópavoginum eitthvað lengur."

Viðtalið við Berglindi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner