Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 21. september 2019 16:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Berglind Björg um gullskóinn: Bara flottur bónus
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Það var ekki nóg til að tryggja titilinn og Valur því Íslandsmeistari en bæði lið fóru taplaus í gegnum tímabilið. Berglind Björg, sem skoraði þrennu í leiknum, var nokkuð svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Það er ömurlegt að það sé ekki nóg, við spiluðum frábærlega í dag en það dugði því miður ekki, það er bara þannig. Þetta er ömurlegt.

Hélt Blikaliðið í vonina um að Keflavík myndi stela stigum af Val?

"Já klárlega, við héldum alltaf í vonina. Keflavíkurliðið er með frábært lið og við treystum á þær en það gekk ekki í dag."

Berglind Björg endar sem markakóngur deildarinnar eftir þrennuna í dag. Hún skoraði 16 mörk í deildinni, jafn mörg og Elín Metta og Hlín Eiríks en spilaði einum leik minna.

"Það var mjög óvænt, maður var ekkert sérstaklega að stefna á það. Ég vildi náttúrulega bara vinna þessa deild. Ég er bara sátt með það og það er gaman að enda tímabilið vel. Þetta er bara flottur bónus."

Tímabilið er þó ekki búið hjá Blikum þar sem þær eiga seinni leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir. Hvernig leggst sá leikur í Berglindi?

"Bara ótrúlega vel, við erum ótrúlega spenntar fyrir þeim leik og Sparta Prag er með frábært lið en við ætlum bara að fara í þann leik og vinna eins og við gerðum hér heima
Við viljum spila alveg fram í október, það er planið."


Ætlar Berglind að vera áfram hjá Blikum?

"Já ég er með samning áfram svo ég verð í Kópavoginum eitthvað lengur."

Viðtalið við Berglindi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner