Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 21. september 2019 16:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Berglind Björg um gullskóinn: Bara flottur bónus
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik sigraði Fylki örugglega 1:5 í lokaumferð Pepsi-Max deildarinnar. Það var ekki nóg til að tryggja titilinn og Valur því Íslandsmeistari en bæði lið fóru taplaus í gegnum tímabilið. Berglind Björg, sem skoraði þrennu í leiknum, var nokkuð svekkt eftir leik:

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  5 Breiðablik

"Það er ömurlegt að það sé ekki nóg, við spiluðum frábærlega í dag en það dugði því miður ekki, það er bara þannig. Þetta er ömurlegt.

Hélt Blikaliðið í vonina um að Keflavík myndi stela stigum af Val?

"Já klárlega, við héldum alltaf í vonina. Keflavíkurliðið er með frábært lið og við treystum á þær en það gekk ekki í dag."

Berglind Björg endar sem markakóngur deildarinnar eftir þrennuna í dag. Hún skoraði 16 mörk í deildinni, jafn mörg og Elín Metta og Hlín Eiríks en spilaði einum leik minna.

"Það var mjög óvænt, maður var ekkert sérstaklega að stefna á það. Ég vildi náttúrulega bara vinna þessa deild. Ég er bara sátt með það og það er gaman að enda tímabilið vel. Þetta er bara flottur bónus."

Tímabilið er þó ekki búið hjá Blikum þar sem þær eiga seinni leikinn í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir. Hvernig leggst sá leikur í Berglindi?

"Bara ótrúlega vel, við erum ótrúlega spenntar fyrir þeim leik og Sparta Prag er með frábært lið en við ætlum bara að fara í þann leik og vinna eins og við gerðum hér heima
Við viljum spila alveg fram í október, það er planið."


Ætlar Berglind að vera áfram hjá Blikum?

"Já ég er með samning áfram svo ég verð í Kópavoginum eitthvað lengur."

Viðtalið við Berglindi má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner