Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Valur getur orðið Íslandsmeistari eftir langa bið
Valur getur orðið Íslandsmeistari kvenna í fyrsta sinn síðan 2010.
Valur getur orðið Íslandsmeistari kvenna í fyrsta sinn síðan 2010.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungt lið Gróttu stefnir á Pepsi Max-deildina.
Ungt lið Gróttu stefnir á Pepsi Max-deildina.
Mynd: Hulda Margrét
Komast Selfyssingar aftur upp í Inkasso?
Komast Selfyssingar aftur upp í Inkasso?
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Helgi Magnússon
Það fer 21 leikur af stað á sama tíma í íslenska boltanum í dag. Síðustu umferðir fjögurra deilda fara fram og hefjast allir þessir leikir á slaginu 14:00.

Sýnt verður beint frá einum leik í Pepsi Max-deild kvenna og tveimur í Inkasso-deild karla. Þá er deidlartímabilinu einnig að ljúka í 2. og 3. deild karla.

Í Pepsi Max getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli gegn Keflavík. Valskonur eru tveimur stigum á undan Blikum og nægir þeim stig til að tryggja sér titilinn. Hvorugt liðið hefur tapað deildarleik á leiktíðinni.

Breiðablik heimsækir þá Fylki á sama tíma á meðan Stjarnan mætir KR og Selfoss tekur á móti ÍBV í suðurlandsslag.

Pepsi Max-deild kvenna
14:00 Valur-Keflavík (Origo völlurinn - Stöð 2 Sport)
14:00 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)
14:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)

Þá er gífurleg spenna fyrir lokaumferðina í Inkasso-deild karla þar sem fjögur lið eru í fallbaráttu. Þróttur þarf helst sigur gegn Aftureldingu til að falla ekki en jafntefli nægir ef Haukar eða Magni tapa sínum leikjum.

Magni á erfiðan útileik við Þór þar sem Gregg Ryder og Ármann Pétur Ævarsson munu kveðja Þórsara.

Haukar eiga enn erfiðari útileik, við toppbaráttulið Gróttu sem nægir stig til að tryggja sig upp í Pepsi Max-deildina. Bæði lið yrðu afar sátt með stig úr þessum leik, Haukar myndu bjarga sér og Grótta tryggja sig upp.

Leiknismenn vonast til að Haukar hirði öll þrjú stigin á Seltjarnarnesi. Þá myndi þeim nægja sigur gegn Fram til að komast upp um deild.

Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Víkingur Ó.-Njarðvík (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Haukar (Vivaldivöllurinn - Stöð 2 Sport 2)
14:00 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Fram (Domusnova völlurinn)
14:00 Þór-Magni (Þórsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Afturelding (Eimskipsvöllurinn - Stöð 2 Sport 3)

Í 2. deildinni eru þrjú lið í harðri toppbaráttu. Eins og staðan er núna fara Leiknir F. og Vestri upp um deild en Selfoss sækir á hæla þeirra.

Það er lítill stigamunur á liðunum og því þurfa þau öll þrjú að spila til sigurs í dag. Selfoss heimsækir Kára á meðan Vestri fær botnlið Tindastóls í heimsókn og Leiknir F. heimsækir Fjarðabyggð.

2. deild karla
14:00 ÍR-KFG (Hertz völlurinn)
14:00 Víðir-Dalvík/Reynir (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Kári-Selfoss (Akraneshöllin)
14:00 Fjarðabyggð-Leiknir F. (Eskjuvöllur)
14:00 Vestri-Tindastóll (Olísvöllurinn)
14:00 Völsungur-Þróttur V. (Húsavíkurvöllur)

Í 3. deild er aðeins fallbaráttan eftir. Augnablik virtist fallið en er búið að sigra tvo leiki í röð. Þriðji sigurinn í röð gæti bjargað félaginu frá falli.

Augnablik heimsækir Álftanes sem er þremur stigum fyrir ofan og með betri markatölu. Á milli þeirra eru þó KH og Sindri sem eiga erfiða leiki.

KH heimsækir Hött/Huginn á meðan Sindri á útileik við Vængi Júpíters. Vonin er því ekki úti fyrir hugrakkt lið Augnabliks.

3. deild karla
14:00 Álftanes-Augnablik (Bessastaðavöllur)
14:00 Kórdrengir-KV (Framvöllur)
14:00 Vængir Júpiters-Sindri (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 Reynir S.-Skallagrímur (Europcarvöllurinn)
14:00 Höttur/Huginn-KH (Vilhjálmsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner