Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 21. september 2019 19:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Luka Kostic eftir fall: Verðum að endurskoða okkur frá grunni
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Luka Kostic gerði flotta hluti þrátt fyrir aðeins 4 leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Luka Kostic þjálfari Hauka var allt annað en sáttur eftir grátlegt tap í dag gegn Gróttu, leikurinn endaði 4-0 fyrir Gróttu og þar sem Þróttur - Afturelding og Þór - Magni gerðu bæði markalsust 0-0 jafntefli þýðir það einfaldlega að Haukar spila í 2. deild á næsta tímabili.

Luka Kostic tók við liðinu þegar aðeins fjórar umferðir voru eftir og vann hann 2 leiki af 4 við stjórnvölinn. "Þetta er mjög dapurt, stærð klúbbsins er bara þannig við eigum ekki að vera í 2. deildinni, en leikurinn í dag felldi okkur ekki, sumarið er ekki búið að vera gott og þetta er bara ömurleg tilfinning" Sagði Luka eftir leik.

"Þetta var mjög jafn leikur og ég set spurningarmerki við dómgæsluna í mörkum númer 2 og 3. Þetta var mjög jafn leikur, við skoruðum ekki en þeir skoruðu, úrslitin voru slæm en leikurinn var langt frá því að vera slæmur" Sagði Luka eftir þetta 4-0 tap

"Við verðum að endurskoða okkur frá grunni, við þurfum að búa til einhverja venju sem klúbburinn mun gefa, einhvern stöðguleika. Við verðum allir í Haukum að setjast saman og ræða hlutina en það er hellingur af efni í Haukum, við erum með frábæran 3. flokk og frábæran 2. flokk og við erum að byggja í gegnum þessa stráka" Sagði Luka varðandi framhaldið hjá Haukum

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

"Mín skoðun er sú fyrir íslenska knattspyrna er að við þurfum að byggja meira á íslenskum leikmönnum, ef Hollendingar geta gert það og notað unga hollenska leikmenn í þeirra deildum af hverju getum við það ekki heldur? Við eigum nóg af efni hér í Haukum til að byggja á ungum strákum, það er frábært að hafa einhvern útlending eða afkomumann en við eigum að vera byggja þetta úr heimamönnum"

Eins og kom fram áður leika Haukar í 2. deild á næsta tímabili og vonandi koma þeir sterkari til baka að ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner