Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Bruno Fernandes sparkaði niður tvær hurðir
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting og portúgalska landsliðsins, var gífurlega eftirsóttur í sumar enda átti hann magnað tímabil á síðustu leiktíð.

Fernandes hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er kominn með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í fimm deildarleikjum.

Í síðasta deildarleik gerði Fernandes jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Boavista. Á 91. mínútu fékk hann svo sitt seinna gula spjald og fór reiður af velli.

Hann sparkaði niður tvær hurðir á leið sinni í búningsklefann og reifst hástöfum við starfsmann Boavista. Í látunum öskraði Fernandes að hann myndi borga fyrir skemmdirnar.

Fernandes er talinn meðal verðmætustu miðjumanna heims í dag og hefur verið burðarstólpur Sporting liðsins síðasta ár.

Athugasemdir
banner
banner
banner