Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 21. september 2019 20:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Sjáðu flugeldasýningu og fögnuð Gróttu eftir að þeir tryggðu sér sæti í Pepsi Max
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var nú heldur betur fagnað í leikslok er Grótta urðu Inkasso deildarmeistarar í dag eftir 4-0 sigur á Haukum í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grótta leikur í deild þeirra bestu. Grótta gerði það merka afrek að fara upp úr 2.deild í fyrra og fóru svo aftur upp deild í ár, þess má einnig geta að Grótta endaði í öðru sæti í 2. deildinni en enduðu efstir í Inkasso, hreinlega magnaður árangur hjá þessu unga liði.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Grótta skoraði 4 mörk en Haukar fengu mörg færi til að skora í leiknum en ekkert gekk. Mörk Gróttu skoruðu Orri Steinn Óskarsson, Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theódór Árnason og Sölvi Björnsson.

Gróttu var spáð 9. sæti fyrir tímabilið af okkur hjá Fótbolta.net og lét Grótta alla fjölmiðlamenn líta illa út með að vinna þessa spennandi Inkasso deild 2019, ekki margir sem bjuggust við því.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eftir leik var mikið fagnað, er sjálfur nokkuð viss um að slegið var áhorfendamet í dag á Vivaldi-vellinum og jafnvel áhorfendamet í 1. deild frá upphafi en það var allt troðfullt, frábær stuðningur sem Grótta fékk í sumar. Grótta bauð upp á flugeldasýningu strax eftir leik og varð allt vitlaust eftir það, svo lyfti Grótta titlinum og menn böðuðu sig í Pepsi-Max.

Stórkostleg afrek hjá Gróttu, til hamingju leikmenn Gróttu, stuðningsmenn, þjálfarar og allt Seltjarnarnes.
Athugasemdir
banner
banner