Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 21. september 2019 20:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Sjáðu flugeldasýningu og fögnuð Gróttu eftir að þeir tryggðu sér sæti í Pepsi Max
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var nú heldur betur fagnað í leikslok er Grótta urðu Inkasso deildarmeistarar í dag eftir 4-0 sigur á Haukum í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grótta leikur í deild þeirra bestu. Grótta gerði það merka afrek að fara upp úr 2.deild í fyrra og fóru svo aftur upp deild í ár, þess má einnig geta að Grótta endaði í öðru sæti í 2. deildinni en enduðu efstir í Inkasso, hreinlega magnaður árangur hjá þessu unga liði.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Grótta skoraði 4 mörk en Haukar fengu mörg færi til að skora í leiknum en ekkert gekk. Mörk Gróttu skoruðu Orri Steinn Óskarsson, Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theódór Árnason og Sölvi Björnsson.

Gróttu var spáð 9. sæti fyrir tímabilið af okkur hjá Fótbolta.net og lét Grótta alla fjölmiðlamenn líta illa út með að vinna þessa spennandi Inkasso deild 2019, ekki margir sem bjuggust við því.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eftir leik var mikið fagnað, er sjálfur nokkuð viss um að slegið var áhorfendamet í dag á Vivaldi-vellinum og jafnvel áhorfendamet í 1. deild frá upphafi en það var allt troðfullt, frábær stuðningur sem Grótta fékk í sumar. Grótta bauð upp á flugeldasýningu strax eftir leik og varð allt vitlaust eftir það, svo lyfti Grótta titlinum og menn böðuðu sig í Pepsi-Max.

Stórkostleg afrek hjá Gróttu, til hamingju leikmenn Gróttu, stuðningsmenn, þjálfarar og allt Seltjarnarnes.
Athugasemdir
banner
banner