Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 21. september 2019 20:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Sjáðu flugeldasýningu og fögnuð Gróttu eftir að þeir tryggðu sér sæti í Pepsi Max
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var nú heldur betur fagnað í leikslok er Grótta urðu Inkasso deildarmeistarar í dag eftir 4-0 sigur á Haukum í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grótta leikur í deild þeirra bestu. Grótta gerði það merka afrek að fara upp úr 2.deild í fyrra og fóru svo aftur upp deild í ár, þess má einnig geta að Grótta endaði í öðru sæti í 2. deildinni en enduðu efstir í Inkasso, hreinlega magnaður árangur hjá þessu unga liði.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Grótta skoraði 4 mörk en Haukar fengu mörg færi til að skora í leiknum en ekkert gekk. Mörk Gróttu skoruðu Orri Steinn Óskarsson, Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theódór Árnason og Sölvi Björnsson.

Gróttu var spáð 9. sæti fyrir tímabilið af okkur hjá Fótbolta.net og lét Grótta alla fjölmiðlamenn líta illa út með að vinna þessa spennandi Inkasso deild 2019, ekki margir sem bjuggust við því.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eftir leik var mikið fagnað, er sjálfur nokkuð viss um að slegið var áhorfendamet í dag á Vivaldi-vellinum og jafnvel áhorfendamet í 1. deild frá upphafi en það var allt troðfullt, frábær stuðningur sem Grótta fékk í sumar. Grótta bauð upp á flugeldasýningu strax eftir leik og varð allt vitlaust eftir það, svo lyfti Grótta titlinum og menn böðuðu sig í Pepsi-Max.

Stórkostleg afrek hjá Gróttu, til hamingju leikmenn Gróttu, stuðningsmenn, þjálfarar og allt Seltjarnarnes.
Athugasemdir